sunnudagur, september 16

Réttir og svolleis

Vó maður ég er ekkert smá dugleg að blogga :)
Ég er búin að afreka það að fara á tvö réttarböll á þessu ári (ég hef aldrei á ævi minni farið á réttarball). Ég fór t.d. á ball í gær með Dalton, og það vara bara fínt, ég var nánast edrú enda er ég búin að vera voða hress í dag.
Svo var ég mjög duglega að draga í réttinni, svo um kvöldið afrekaði ég að taka nokkrar myndir í Böðvarshólum, ég er reyndar mjög léleg að taka myndir.
Hér er afraksturinn, þessar stúlkur hér á myndinni eru að drekka svaka góðan drykk sem Ingveldur maukaði, en ég mátti ekki taka mynd af Guðrúnu (út af höfuðfatinu, þannig að Guðrún láttu mig bara vita ef ég á að taka myndina út :) )

föstudagur, september 14

ruglaður dúd

Endilega tékkið á þessu. ég er búin að horfa á nokkur video með þessum gaur og ég veit ekki hvort þetta sé djók eða ekki.Gaurinn

fimmtudagur, september 13

Það er beyglað!

... ég er búin að spurja Dr. Geir og hann sagði að það hefði eitthvað færst til brjóskið í nefinu á mér. Þannig að þetta var ekki ímyndun hjá mér.
Skoðið bara þessa stórglæsilegu mynd af mér og M, þá sést að nefið er beyglað. Og ég ætla ekki að vera með beyglað nef.

þriðjudagur, september 11

Ball og Seif

Ég skellti mér á réttarball um helgina, held þetta sé fyrsta réttarballið mitt.
En mér fannst ekkert gaman. Þetta byrjaði þannig að ég og nokkrar aðrar dömur ætluðum í víðihlíð, þegar þangað var komið blasti við okkur 16 ára ball, við vorum ekki alveg geim í það, þannig að við skelltum okkur í Ásbyrgi þar sem Von lék fyrir dansi, annaðhvort var trommarinn mjög fullur eða bara mjög ekki nógu góður :) En Hrafnhildur ég hefði nú alveg eins átt bara að vera í Víðihlíð ég segi nú bara það.
Mér fannst semsagt ekkert sérstaklega gaman í Ásbyrgi. Það var reyndar eitt alveg ágætlega spennandi, ég dansaði við Einar Reynis, það var sko fjör, hann sneri mér svo mikið að það lá við að ég félli fyrir honum ( sko ég datt næstum því)

Einu sinni átti ég cd, og ég týndi honum og síðan eru liðin mörg ár, en þökk sé fyrir internetið þá hef ég náð mér í þennan disk aftur og er akkurat að hlusta á hann núna.

miðvikudagur, september 5

Hugleiðingar

Ég fékk eilítið ímeil áðan sem fékk mig til að spá aðeins í því sem maður gerir og segir.

Eins og t.d. þessi setning: Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

ÆI ég nenni ekki að skrifa það sem ég ætlaði að segja, eða jú. Núna t.d. nýlega eða sko í sumar þá hef ég verið frekar reið út í sérstaklega tvær manneskjur sem ég hef kynnst á lífsleið minni, þær hafa svosem ekkert gert mér, það er frekar hvernig þær hafa komið fram við aðra og virðast bara ætla að halda því áfram. En allavega mér líkar ekki svona lagað. En pointið er að ég er ekkert betri en þessar manneskjur því ég er reið út í þær fyrir að haga sér svona sem verður til þess að ég get ekki hugsað mér að umgangast þær, nema ég nauðsynlega þurfi og ég hef ekkert gott um þær að segja.

þannig að nú hugsa ég bara um það sem Helga V var alltaf að tala um, en það er listin að tileinka sér æðruleysi.

En ég mæli með því að þú horfir á þessa mynd Four brothers

þriðjudagur, september 4

Reykjavík

Þá er ég komin enn eina ferðina til Reykjavíkur, Alltaf þegar Jan tónlistarkennari veit að ég er búin að vera í RVK þá segir hann alltaf: til hamingju. Þá svara ég svona: já þér finnst það.

En ég var að spekulera í einu í dag, en það er að ég væri til í að getað spilað á:
Trommur eins og Silli
Píanó eins og Pálmi
Bassa eins og Palli
Fiðlu eins og Dan Cassidy
Clarinett eins og Guðni Franzon

Og það er gaman að eiga sér drauma, en í dag stefni ég á að komast nálægt Guðna í klarinettuleik.

Besti lögin í dag eru:
Selfoss er og Núna mun ég vaka

OOOOooooog sjáið hvað ég fann