fimmtudagur, júní 22

Slakað á á sumrin

Sumarið er rétt að byrja en samt er það að enda, og ég er ekki farin að njóta þess ennþá, því það er svo mikið að gera hjá mér. Og ég á örugglega ekki eftir að komast yfir allt sem ég ætla að gera. En hú kers.

Mín yngri systir sagði mér um daginn að hún skammaðist sín fyrir hvað ég er léleg að skrifa ensku, hvað meinar hún eiginlega????? Þó svo maður skrif wisch í staðin fyrir eins og það á víst að skrifa það sem er annað hvort wish eða wisc, ég held að það sé wish.

Það er eitt í veröldinni sem er mjög undarlegt, einn daginn er maður ekkert svo feitur og svo allt í einu vaknar maður og þá er maður orðinn feitur, hvernig getur þetta ástand þegar maður er að fitna farið fram hjá manni??? ég bara spyr. Í morgun þá ákvað ég að fara í heimsókn til Brynju þegar ég væri búin að vinna, en svo mundi ég eftir því seinna í dag að það er smá samkoma niðri í Forsvar eftir vinnu, einhver hvatningaverðlaun.

En ég er farin héðan

fimmtudagur, júní 15

Jæja smá klausa

Hjá mér er allt á fullu, ef ég væri kannski örlítið skipulagðari þá væri líf mitt ekki eitt kaos. Það er nóg að gera í Unglistinni, og jamm, við Hrafnhildur erum búnar að labba einu sinni og það er bara byrjunin við eigum eftir að labba mörgum sinnum í viðbót :)

Málið er að mig vantar tíma til að skipuleggja mig, en til þess að ég geti fundið þennan tíma þá verð ég að vera skipulögð og það er ég ekki þannig að þetta er einn vítahringur sem ég er komin í, kannski ég fá Sveinu til að kenna mér og verði eins og hún, vaska upp diskinn áður en ég borða af honum :)
En nóg um það, haldið þið ekki bara að hann Guðmundur hafi hringt í mig rétt í þessu og tilkynnt mér það að ef ég vildi fá einhvern mat þá yrði ég að elda hann sjálf..... Þvílík fásinna.

Kv Sigrún
......sem er að fara heim að elda fisk