þriðjudagur, febrúar 26

Leiðinlegt að skrifa

Með því leiðinlegra sem ég geri er að skrifa. Og núna á ég að vera ágætlega á veg komin með lokaverkefnið mitt...

En að öðru, Íslendingar eru upp til hópa kellingar sem hafa ekkert vit á tónlist. Dr. Spock var með besta lagið og hana nú, en neinei, Íslensku kellingarnar vilja eitthvað fokkans júrógubb.
Og svo þetta sem Friðrik Ómar sagði þegar úrslitin voru kunn, fannst mér frekar lélegt. og svo fékk hann nú tækifæri í kastljósinu í gær að viðurkenna að þetta hefðu verið mistök að segja þetta, alveg sama þótt hann hafi orðið fyrir einhverju aðkasti. En nei hann er greinilega of góður með sig til að viðurkenna það.

Ég held að það sé gaman að vera ólöfuð kona í dag, þá fær maður blómvendi (reindar víst eitthvað misfallega) ekki gefur minn maður mér blóm, nei! ég þarf að láta hann hafa pening og senda hann út í búð með þau fyrirmæli að kaupa handa mér blóm, þá er möguleiki á að hann geri það.

þriðjudagur, febrúar 5

Aðeins fyrir fólk sem stundar trúnað. Jahh, eða landbúnað.

Samkvæmt trúnaðarmannahandbók bloggarans, er ekki þorandi fyrir bloggara að blogga þegar annað "trúnaðarstórmannlegtfólk" er farið að hafa áhyggjur af orðstí sitjandi sem gangandi fólks. Því eins og segir í einhverri bók, asso, jú! nú man ég það er að ég held í hávamálum: Deyr fé, deyja frændur en orðstír deyr aldregi. Mig minnti reyndar að þetta væri svona : Deyr fé, deyja bændur en orðstír deyr aldrei, en þá kom gáfaði (eða hann heldur það) trúnaðarmannslegi maðurinn minn og leiðrétti mig :D

En í nótt dreymdi mig draum, (Ekki um þig Siggi, sorry) það var þannig að ég var með fullt af lúsum í hárinu og svo þegar ég náði þeim úr mér þá hoppuðu þær bara aftur í hárið. Samkvæmt draumaráðningabókum þýðir þetta annaðhvort: illt umtal eða peninga. Ég er búin að komast að því að þetta þýðir ekki peninga, því ég fór með lottómiða í búðina áðan og það var enginn vinningur. Þannig að þetta þýðir illt umtal, þannig að nú bíð ég spennt, hvaða skandal hef ég gert af mér núna... kannski hef ég brotið trúnað!!
En nú er mig farið að klæja í hausinn af lúsarhugsun svo að ég ætla að fara að klóra mér. Bæ