þriðjudagur, febrúar 5

Aðeins fyrir fólk sem stundar trúnað. Jahh, eða landbúnað.

Samkvæmt trúnaðarmannahandbók bloggarans, er ekki þorandi fyrir bloggara að blogga þegar annað "trúnaðarstórmannlegtfólk" er farið að hafa áhyggjur af orðstí sitjandi sem gangandi fólks. Því eins og segir í einhverri bók, asso, jú! nú man ég það er að ég held í hávamálum: Deyr fé, deyja frændur en orðstír deyr aldregi. Mig minnti reyndar að þetta væri svona : Deyr fé, deyja bændur en orðstír deyr aldrei, en þá kom gáfaði (eða hann heldur það) trúnaðarmannslegi maðurinn minn og leiðrétti mig :D

En í nótt dreymdi mig draum, (Ekki um þig Siggi, sorry) það var þannig að ég var með fullt af lúsum í hárinu og svo þegar ég náði þeim úr mér þá hoppuðu þær bara aftur í hárið. Samkvæmt draumaráðningabókum þýðir þetta annaðhvort: illt umtal eða peninga. Ég er búin að komast að því að þetta þýðir ekki peninga, því ég fór með lottómiða í búðina áðan og það var enginn vinningur. Þannig að þetta þýðir illt umtal, þannig að nú bíð ég spennt, hvaða skandal hef ég gert af mér núna... kannski hef ég brotið trúnað!!
En nú er mig farið að klæja í hausinn af lúsarhugsun svo að ég ætla að fara að klóra mér. Bæ

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim