sunnudagur, mars 30

Núna er hríð í Reykjavík.
Ég fór í megrunargöngu áðan með Heiðu vinkonu minni, svo í bakaleiðinni þá stoppuðum við í bakaríi
og keyptum okkur alveg heilan helling af allskonar gúmmelaði, þannig fór sú megrun!!!!
Ég ætlaði á skíði í dag með henni Hrafhildi en varð því miður að canselera því
vegna þess að hann Mundi kom ekki heim fyrr en kl 6 í morgun, þá var Daníel vaknaður,
þannig að Mundi gat ekki sofnað fyrr en um 7, og það þíddi að ég varð að vera heima til að Mundi gæti sofið eitthvað,
þannig fór um þá skíðaferð !!! En ég vona samt að það haldi áfram að snjóa þannig að við Hrafhildur getum farið á skíði einhvertíman.

föstudagur, mars 21

Ágætu lesendur ég er farin í megrun...
Ég var nebblega að horfa á söngvarakeppnina og þetta var hörmulegt hjá mér, keppirnir voru út um allt og akkurat núna er Ársæll farin að taka mynd af einhverju öðru en andlitinu á fólki. Fyrir utan það að söngurinn var hræðilegur.
Mér sem fannst þetta takast alveg ágætlega hjá mér, eeenn nei þetta var ömurlegt. Ég er alveg sátt við að presturinn hafi unnið. Ég mæli eindregið með því að fólk láti það alveg vera að kaupa sér þessa spólu...
Ég barasta get ekki skrifað meir ég er alveg í sjokki yfir þessum hörmungum

fimmtudagur, mars 20

Hvað haldið þið að hafi gerst í dag???? ég missti af leiðarljósi :( Einsog þetta er orðið spennandi.
Við fórum í sund í dag með Daníel og það var voða gaman. Hann er eiginlega alveg hættur að grenja í sundi.
Svo er helgin senn að koma og hún á eftir að verða voða skemmtilegt, vonandi,,,
Annars nennin ég ekki að skrifa neitt, ætla bara að fara að taka úr þvottavélinni.

mánudagur, mars 17

Jæja þá er þessi blessaða helgi búin, og það hellsta sem er að frétta eftir hana er það að ég vann EKKI söngvarakeppnina :)
En nóg um það ég vinn bara í öll næstu skipti.
En annars var þarna bara alveg fullt af afbragðs söngvurum, mér fannst atriðið með Tóta Ó og Nonna vera mjög skemmtilegt.
Svo finnst mér lagið hanns Sveins bakara vera mjög fallegt, sérstaklega textinn.
Og þótt ótrúlegt sé þá var ég bara ekkert stressuð þegar ég kom upp á svið, ég titraði bara ekki neitt og ég hreyfði mig heldur ekki neitt......
Svona smá upplýsingar sem koma ekki að neinu gagni en honum Munda mínum finnst Hinnrik vera bestur í Kashmir.

þriðjudagur, mars 11

Palli minn,,,, þú ert ekkert að trufla mig, það er alltaf gaman að spalla við þig.
Í dag fórum ég og Unnur í ljós og sund og ég synti heila 100 metra og ég er að spá í að fara í sund á morgun líka og synda þá 500 metra og svo mun ég smá saman auka þetta. djö.... er ég dugleg.

mánudagur, mars 10

ókey núna er ég búin að fatta þetta smellið hér
Ég fer mikið á þessa síðu til að ná mér í texta og grip ( afþví að ég er alltaf að spila á gítarinn...... je ræt)
Jæja þá er kominn enn annar dagur
Sko málið er bara það: að leiðarljós er skemmtilegt.
Núna í kvöld þarf ég ekki að hlusta á nöldur í honum Munda mínum, ég er nebblega búin að setja mjólkina inn í ísskáp.
Eins og alltaf á mánudags og miðvikudagskvöldum þá er ég ein heima því að kallinn er á hljómsveitaræfingu. Að hans sögn eru allir þar lélegi nema kannski hinn gítarleikarinn. Í seinustu viku var víst mjög góð æfing hjá þeim og ástæðan var sú að söngkonan mætti ekki.
Ég á eftir að fara á æfingu og dæma þetta sjálf, og mig hlakkar mjög til.
Ókey,,,, núna ætla ég aðeins að æfa mig (þ.e.a.s. ef hann Palli hættir að trufla mig :) ég ætla að reyna að setja einhvern link hérna, ókey nú er ég búin að ákveða mig.
Þetta fer örugglega ekki eins og það á að fara.

sunnudagur, mars 9

Góða kvöldið..
jamm Þið segið það. Senn líður að söngvarakeppni og allt í besta lagi með það nema, að ég hef mestar áhyggjur í hverju ég á að vera. Það er stærsti höfuðverkurinn þessa dagana
Við keyptum bolta handa Daníel í dag og það fannst honum alveg meiriháttar, en reyndar held ég að hann sé búin að fá leið á honum núna.
Ég elska Leiðarljós, þetta er svo spennandi.
Ég keypti mér tvenna ljóta eyrnalokka í dag. Ég sá ógeðslega flott pils í NOA NOA í dag sem mig langar að klæðast í keppninni.
Það er alveg ótrúlegt með hann Guðmund Helgason, hann er sínöldrandi. Á hverju einasta kvöldi segir hann: Ég skal bara láta mjólkina inn í ískáp elskan mín. Hann þarf alls ekki að láta mig vita þó svo að hann setji mjólkina (sem ég tók útúr ísskápnum) inn í ísskáp........
jæja nú verð ég að fara að horfa á tvíið, ég sem ætlaði að klára að taka til.

þriðjudagur, mars 4

Hæ. Ég var að koma úr bíói, fór með Boggu. Og við sáum einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir, en allavega leika Sandra Bullock og Huges Grant (eins og hún Unnur myndi segja). Þetta er alveg helv... góð mynd, mjög skemmtileg og fyndin.. Áðan var svona flugvélafundur hjá Munda og ég var búin að baka tvær daim kökur og hann átti að láta strákana borða aðra þeirra, en hann gerði það ekki , þannig að ég verð að borða báðar kökurnar.
Ég horfði ekkert á leiðarljós í dag, ég er meira að segja ekki búin að horfa neitt á tv í dag.
Hannes bróðir á afmæli í dag, til hamingju með afmælið :)
Ég verð að vera mjó, en áður en ég geri það, þá ætla ég að klára kökurnar.
Það er enginn á msninu. jájaá trallala.
Ég er að læra víetnömsku, það eru 3 víetnamar að vinna með mér. ég kan að segja: reykur, gluggi, nei ,já.
Ég á mér ekkert líf, jú reyndar, ég afrekaði það að fara í ljós í dag, þar sem að ég á ljósakort sem að hann Mundi darling gaf mér, eftir að ég hafði bent honum á hvað það væri sniðug gjöf handa mér. Já og aðeins nánar þetta með ljósin, ég er brennd, og þá aðallega á enninu og augnlokunum,, frábært.....

mánudagur, mars 3

góða kvöldið..
Best að reyna að skrifa eitthvað á þetta blogg. Það er eitt sem ég get sagt ykkur,: vinnuveitendur mínir eru fífl.
Ég get ekki hætt að horfa á Leiðarljós, ég er háð því. nú ætla ég að fara að sofa.