fimmtudagur, júlí 31

Var að reyna við bílprófið aftur og náði því í annari tilraun, með 7 villur, alveg eins og þegar ég var 17 ára.
***KÁNTRÝ***

Ég las hér á sumum síðum, nefni engin nöfn en það var á síðunni hennar ??? frænku minnar.
Að sumum finndist Kántrý dagskráin ekkert sérstök!!
Halló! Halló! Þarna verða Brimkló, KK og uppáhaldið mitt Magnús Eiríksson
Þarf að segja meira????
Allavega ætla ég að mæta

miðvikudagur, júlí 30

***Bílfróf***

Mannstu allar reglurnar ennþá???
Smelltu hér og taktu bílpróf

Ég var komin upp í 18 spurningu og þá fraus allt saman

Ég var komin með 2 villur, svaraði fyrstu spurningunni vitlaust.

miðvikudagur, júlí 23

LÍN

Leiðinda stofnun:

sunnudagur, júlí 20

Jæja nú er ekki aftur snúið. ég ýtti á " senda umsókn"
ég er að fara að gera mig að algjöru fífli.
fór á Törmineitör3 í gær og barasta alveg ágætis mynd, allavega titraði ég af spenningi.
Svo hóf Taken göngu sína í kvöld og þar er nú eitthvað spennandi að sjá..

Ókey ég er að skoða spjallið á þessum Idol vef og þetta eru bara allt einhverjar 16 ára stelpur sem ætla að taka þátt. Hulda!! eigum við kannski bara að hætta við??? við verðum ellismellir

laugardagur, júlí 19

Jæja alltaf blessuð blíðan

fimmtudagur, júlí 17

Loksins búin að fá mér shout out
Við Palli eigum okkur ekkert líf, við erum að tala um hringitóna í gemsum
*** Sól og sól ***

***VEÐRIÐ****

Það er búið að vera æðislegt veður í gær og í dag og vonandi líka á morgun.
Ég lennti ekki í frekari lífsháska um helgina, þar sem ég ákvað að sleppa því að mæta um kvöldið.
Ég er búin að kaupa mér nýjan gemsa 3510i , með litaskjá og alles.
Og ætli ég neiðist ekki til að hætta á netinu vegna þessa að barnið er orðið brjálað, ég á ekki meira klink sem hann getur sett í baukinn sinn.

laugardagur, júlí 12

Hvað haldið þið að hafi gerst áðan!!!!!!
Ég lenti í lífsháska og var næstum því rænt.

Þannig er mál með vexti að ég er hérna fyrir austan hjá tengdó, því hann Mundi er að fara að spila í kvöld á afmælishátíð Óskabarna Óðins, sá hjólaklúbbur er orðinn 15 ára og er verið að halda upp á það.
Jæja, hefst nú sagan.

Áðan voru sumir hjólagaurar að keppa í spyrnu og við vorum þarna að horfa á. Ég sat ein inn í bíl en Mundi stóð fyrir utan. Þá hefst hryllingurinn...
Bílhurðin er opnuð og ég er ekkert að spá neitt frekar í því, er önnum kafin við að fylgjast með spyrnunni. En eitthvað finnst mér hann Mundi mása mikið, þannig að ég lít til hliðar, og hvað haldið þið??? Þetta var ekki Mundi, þetta var gamall fullur hjólakall með grátt sítt hár í tagli og í leðurdressi frá toppi til táar. Ég varð alveg dauðskelkuð og hélt bara að þetta væri mitt síðasta, fór að hugsa um allt sem ég átti eftir að gera, en á endanum var ég farin að sætta mig við að deyja bara strax..... en hvað haldið þið... kom ekki hetjan mín (Mundi) mér til hjálpar og tók kallin út úr bílnum og hoppaði á honum. Neinei, hann bað manninn að koma út, svo spjölluðu þeir eitthvað saman og allir urðu vinir.

Svo er bara að sjá til í hverju ég lendi í kvöld..

miðvikudagur, júlí 9

Ég á alveg yndislegt barn......
á mánudaginn þá tók hann sig til og sturtaði úr hálfum bodylotion brúsa á gólfið. Það er ekki gaman að þrífa þetta upp. oog ég snillingurinn setti bara brúsann aftur upp í hillu þar sem Daníel nær í hann ( það var enginn tappi á brúsanum..... döööö). Svo kom þriðjudagur og ég hugsa með mér : já! best að muna að taka brúsann þegar ég kem heim, svo Daníel nái ekki í hann. En hann varð sneggri en ég og náði að hella restinni á gólfið...

mánudagur, júlí 7

Þá er þessi helgi búin. Hún var mjög skemmtileg, fór á ættarmót út í Ægissíðu, þar var spilaður fótbolti, sem var mjög skemmtilegur, strákar á móti stelpum, en sumir voru samt eitthvað að villast.
Svo var farið í tjaldið og reynt að syngja en það gekk ekki alveg, þar sem sumir eru taktlausari en aðrir og þessir sömu "sumir" eru líka frekari en aðrir, en svona er þetta bara..


Svo þarf ég að kaupa mér nýjan síma, þar sem ég er búin að týna mínum... Það er ekki sniðugt að setja símann á þakið á bíl og keyra svo af stað.........

fimmtudagur, júlí 3

Nú á ég bara eftir að hefta þetta drasl saman og þá er allt komið. jei..

miðvikudagur, júlí 2

***TEXTAHEFTI***

Hvernig datt mér í hug önnur eins vitleysa, að bjóða mig fram til þess að búa til svoleiðis....?

Er að veða búin að þessu, en svo verð ég að fara á bókasafnið á morgun til að ljósrita mörg eintök..
en það er svosem allt í lagi, þá get ég notað þetta einstaka tækifæri og skilað bókinni sem ég er búin að vera með alltof lengi næstum mánuður síðan ég átti að skila henni.

þriðjudagur, júlí 1

BREYTINGAR

koma hægt, en koma samt
HELGIN;;;;;;;

Er loksins liðin og var satt best að segja ekkert sérstök.
Það var bara klúður á barnum, reyndar ekki þegar ég var að syngja afþví að ég er best........
En veðrið var æðislegt. og maturinn líka sem við fengum hjá Hannesi og Bobbu..

En annars viljum við þakka ættingjum og vinum sem styrktu Munda, þannig að hann gæti borgað fyrir að hafa fengið að koma á barinn að spila, án ykkar hefðum við lennt í mínus. takktakktakk....