miðvikudagur, febrúar 26

Halló allir saman. Í dag horfði ég ekki á abflexið né handlóðin eeennn ég horfði hinsvegar á Leiðarljós og svona aðeins fyrir þá sem að misstu af þættinum að þá ætlar hún Vanessa loksins að segja Billy, syni sínum, að hún og Fletcher eru par og að hún og pabbi hans Billy´s ætla ekki að byrja saman aftur. En ég held að þau eigi eftir að byrja saman aftur.
Núna þessa dagana er ég svo mikið á netinu að ég nenni ekki að taka til.
Hafdís, ef þú lest þetta, þá ert þú formlega boðin í heimsókn.
Við Mundi erum að spá í að fara í bíó á föstudagskvöldið að sjá The Ring, það er hrollvekja, ég elska hrollvekjur, fyrir utan að næstu daga á eftir er ég svo myrkfælin.

þriðjudagur, febrúar 25

Ég á sosum alveg ágætis kærasta, hann gaf mér 10 tíma ljósakort í gær. Í dag ákvað ég tvo hluti:Nr1) ég ætla að hætta að horfa á Leiðarljós og nr2) ég ætla að fara að nota abflexið mitt, fara í sund og nota handlóðin sem Hannes lánaði mér.
Árangurinn só far er þannig: Ég horfði á restina af Leiðarljósi og er ekki enn byrjuð á nr 2.

mánudagur, febrúar 24

éG MISSTI af leiðarljósi í dag
Ef einhverjum skildi detta það í hug að ég sé frek,,,,, þá er það mikill miskilningur.
ég er að gera tilraun til að halda þessu heimili hreinu en það gengur hálf erfiðlega, ég þyrfti að fara í kennslu til hennar Hafdísar Ólafs. það er alltaf allt gljáandi hjá henni. Það er svona frekar matt hjá mér.
Já eins og kannski sumir hafa áttað sig á, þá fékk ég enga gjöf í gær, en minn maður er að reyna að bæta fyrir það. Ég fékk súkkulaði í dag, einsog að ég hafi einhverja þörf fyrir það, en sumir eru greinilega alveg blindaðir af ást. Ég reyndi að troða súkkulaðinu í Unni, en þótt ótrúlegt sé, þá gekk það hálf illa.
Ég heimtaði (bað ósköp fallega) um blóm þegar sumir væru búnir á æfingu í kvöld.

sunnudagur, febrúar 23

Okey getur einhver sagt mér hvernig hægt er að breyta bakgrunninum????
Okey nú er klukkan orðin 20-15 og ég er ekki búina að fá neina gjöf, þó svo að ég hafi minnt suma á hvaða dagur er í dag.
Gærkvöldið var barasta ágætt, eins og ég var búina að búa mig undir þá þurfti ég að borða þennan hamborgara sem ég tók mað mér.
Ég ætlaði sko ekki að láta þennan úldna mat inn fyrir mínar varir.
Við Brynja eigum við sama vandamál að stríða. ==== Karlmenn

laugardagur, febrúar 22

Já sko núna erum við á Skeiðflöt hjá mömmu hans Munda.
Og á eftir erum við að fara í Garðsauka til hans Loga, sem er vinur hans Mundi, og þar á að vera lítið heima-þorrablót.
Þar sem að ég er svo GÓÐ, þá keypti ég mér hamborgara svo að þau hin gætu borðað meira af þessum Gómsæta mat sem verður á boðstólnum....
Og svo ætlum við náttúrulega að drekka bjór með matnum og Já meðan ég man svo skal ég láta ykkur vita hvort að hann Mundi minn gefi mér einhverja gjöf á morgun ( sem er vissara fyrir hann að gera) því eins og allir vita þá er konudagurinn á morgun.
Og það ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að kaupa eitthvað því að hann er ennþá með jólagjafalistann minn í vasanum á úlpunni og þar eru ennþá nokkrir hlutir sem hann gaf mér ekki í jólagjöf, sem að væru alveg tilvaldir sem konudagsgjöf.
jesss þetta tókst ég er orðinn bloggari,
best að segja öllum frá þessu.
'Okey látum okkur sjá hvort að þetta virkar núna,,,,huuummmmm.