fimmtudagur, júní 22

Slakað á á sumrin

Sumarið er rétt að byrja en samt er það að enda, og ég er ekki farin að njóta þess ennþá, því það er svo mikið að gera hjá mér. Og ég á örugglega ekki eftir að komast yfir allt sem ég ætla að gera. En hú kers.

Mín yngri systir sagði mér um daginn að hún skammaðist sín fyrir hvað ég er léleg að skrifa ensku, hvað meinar hún eiginlega????? Þó svo maður skrif wisch í staðin fyrir eins og það á víst að skrifa það sem er annað hvort wish eða wisc, ég held að það sé wish.

Það er eitt í veröldinni sem er mjög undarlegt, einn daginn er maður ekkert svo feitur og svo allt í einu vaknar maður og þá er maður orðinn feitur, hvernig getur þetta ástand þegar maður er að fitna farið fram hjá manni??? ég bara spyr. Í morgun þá ákvað ég að fara í heimsókn til Brynju þegar ég væri búin að vinna, en svo mundi ég eftir því seinna í dag að það er smá samkoma niðri í Forsvar eftir vinnu, einhver hvatningaverðlaun.

En ég er farin héðan

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim