fimmtudagur, júní 15

Jæja smá klausa

Hjá mér er allt á fullu, ef ég væri kannski örlítið skipulagðari þá væri líf mitt ekki eitt kaos. Það er nóg að gera í Unglistinni, og jamm, við Hrafnhildur erum búnar að labba einu sinni og það er bara byrjunin við eigum eftir að labba mörgum sinnum í viðbót :)

Málið er að mig vantar tíma til að skipuleggja mig, en til þess að ég geti fundið þennan tíma þá verð ég að vera skipulögð og það er ég ekki þannig að þetta er einn vítahringur sem ég er komin í, kannski ég fá Sveinu til að kenna mér og verði eins og hún, vaska upp diskinn áður en ég borða af honum :)
En nóg um það, haldið þið ekki bara að hann Guðmundur hafi hringt í mig rétt í þessu og tilkynnt mér það að ef ég vildi fá einhvern mat þá yrði ég að elda hann sjálf..... Þvílík fásinna.

Kv Sigrún
......sem er að fara heim að elda fisk

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim