sunnudagur, apríl 23

Fyrst enginn bloggar.....

....Þá verð ég að gera það.

Það sem er helst í fréttum hjá mér er það að ég var að skrá mig í fög fyrir næsta árið í KHI, og ég var í mjög miklu bjartsýniskasti eins og vanalega þegar kemur að þessum hluta. ég skráði mig því í 20 einingar báðar annirnar, þannig að ég verð svaka meira bissý heldur en vanalega. Svo getur bara verið að maður kíki á Akureyri 6 mai, hver veit.... og spendi eina nótt þar eða svo..

Ég er hætt að drekka, ég drakk yfir mig síðast eða tók ég kannski bara of mikið í nefið, það hlýtur að vera, allaveg ætla ég að gera aðra tilraun til drykkju sunnudaginn 30 apríl, ekkert mikið bara smá mikið. Hvað er að koma yfir mig, ef ég drekk svo líka helgina þar á eftir þá verð ég búin að detta í það þrisvar á mánaða tímabili.... hvað er að gerast.... Og ég er farin að hljóma eins og þegar maður var 17 ára. þegar allt snérist um að fara á ball í miðgarði og drekka nógu ansi mikið... já þá gat ég skemmt mér

Þetta voru góðir tímar þá, ég, Unnur, Hrönn og Brynja og svo Sveina líka :) Djö. væri gaman að hittast yfir bjór og rifja allt svona rugl upp... dísus ég er ennþá talandi um áfengi.
Best að tala um eitthvað annað, t.d. blóm. Ég er alltaf að reyna að eignast fleiri blóm, það er bara verst að ég nenni ekki að eiga þau lengi þannig að annað hvort skrælna þau upp og deyja, eða að ég hendi þeim í ruslið, það er ekki gaman ég vorkenni blómunum svo mikið við það, en vott a fokk.

Adjos í bili

mánudagur, apríl 17

Pólitík

núna er ég búin að eyða dágóðum tíma í að lesa síður D,B og S listans, reyndar stoppaði ég sty/ist á síðunni hjá Framsókn, ekki fyrir það að ég sé eitthvað á móti þeirra stefnu og þess háttar, málið er bara það að síðan er mjög óspennandi.

En allavega málið er að ég er að reyna að gera upp hug minn um hvað skal kjósa, Og eiginlega finnst mér allir þessir listar vilja það sama allavega mikið til það sama ( sagt með fyrirvara, kannski sé ég mun á þeim síðar )
Eða getur kannski einhver sagt mér hver er munurinn á D,B og S