mánudagur, desember 22

Hræðilegur draumur

MIg dreymdi semsagt að ég væri búin að fá einkunnirnar mínar og ég féll í 3 fögum fékk bara 1 í þeim, en svo var ég með 10 í þroskasálfræði, en ég er einmitt lélegust í því fagi.
vona bara að þessi draumur rætist ekki.....
Kann einhver að ráða drauma??

laugardagur, desember 20

þriðjudagur, febrúar 25
Ég á sosum alveg ágætis kærasta, hann gaf mér 10 tíma ljósakort í gær. Í dag ákvað ég tvo hluti:Nr1) ég ætla að hætta að horfa á Leiðarljós og nr2) ég ætla að fara að nota abflexið mitt, fara í sund og nota handlóðin sem Hannes lánaði mér.
Árangurinn só far er þannig: Ég horfði á restina af Leiðarljósi og er ekki enn byrjuð á nr 2.

Þetta ritaði ég semsé þann 25 febrúar þessa árs, ég er ekki hætt að horfa á Leiðarljós, notaði kannski ablexið svona 5 sinnum fór ca 3 í sund og snerti ekki á handlóðunum.

múhahahahaha

ég er snillingur og best líka.

föstudagur, desember 19

ég vil bara benda á mjög athyglisvert blogg hjá henni Hrönn

og ef ykkur leiðist #####

Og nú ætla ég að fara að horfa á ruglað ÆDOL

fimmtudagur, desember 18

mér leiðist.

miðvikudagur, desember 17

æm a læv, æm a læv


Ég dó semsagt ekki í blóðgjöfinni. OG ég kem til með að verða einn af uppáhalds blóðgjöfunum í bankanum, því minn blóðflokkur er frekar sjaldgæfur (því miður) þannig að ég má gefa blóð einsoft og ég get, jibbí
::: PRÓFIN BÚIN :::

Áhuginn var alveg aðdrepa mig í morgun í prófinu, ég var að reyna að hugsa upp eitthvað meira til að skirifa um snemmtæka íhlutun, en það gekk einhvernveginn ekki því það eina sem ég hugsaði um var hvernig ég ættti að pakka inn jólagjöfunum , hvort ég ætti að sýna munda þær fyrst eða ekki.... dööööö...

SVo er ég að reyna að safna í mig kjarki til að fara að gefa blóð, konan sagði að ég yrði að vera búin að borða vel áður, og ég get engan veginn fundið eitthvað girnilegt til að borða en ég verð að finna eitthvað því ég er ekkert búin að borða í alllllllan morgun, ég er aðallega að spá í mc donalds eða Hlölla.

en allaveg ef þið heyrið ekkert frá mér á laugardaginn, þá hef ég dáið úr blóðleysi eða hræðslu.

Og Hrönn ef ég kem ekki á eftir þá er ég ekki lengur á meðal vor.

þriðjudagur, desember 16

::: Ó NÓ! Ó NÓ! :::

Það var hringt áðan og spurt hvort ég gæti komið að gefa blóð í dag, ég gjörsamlega stirnaði í símanum og hugsaði næstum allt blót sem ég kann, og hversvegna í andskotanum ég var að fara þangað í upphafi. djö djö djö.....

ég er svo hrædd við sprautur. Og ekki gat ég sagt nei, þarsem ég gæti kannski verið að bjarga mannslífum...... þannig að ég fer á morgun að gefa blóð.
Og til að bæta allt saman þá er ég í blóðflokki O eitthvað , og ég get gefið ÖLLUM blóð.

mánudagur, desember 15

Þetta var bara alveg ágætis helgi, þó hún hafi endað allsnögglega, en það var hvorteðer kominn tími til að fara heim að sofa. Og já! ég man ekki neitt, þegar ég drekk þá verð ég einsog Palli í sínu daglega lífi = man ekki neitt og gleymi öllu.

Hér er alveg geðveikt lag sem heitir
I BELIEVE IN A THING CALLED LOVE

fimmtudagur, desember 11

Veit einhver hvað nýjasta lagið Sem Ragnheiður Gröndal syngur heitir?
og hvort hún sé með heimasíðu???

þriðjudagur, desember 9

::: SKEMMTILEG TILVILJUN :::

ég settist niður í gær og kláraði loksins þetta blessaða lag sem ég þurfti að semja fyrir tónfræðina. Svo fór ég í tíma í tónheyrn í dag, og meðal annars þá skilaði ég laginu mínu, og mér til mikillar gleði og ánægju þá var einhver strákur í tímanum í dag og hann er verri en ég í tónheyrn----mikklu verri. hehehe ég hélt það væri enginn verri en ég.
En núna áðan fór ég inn á spámaður.is og valdið að skoða stjörnuspána fyrir daginn í dag og hún er svo hljóðandi:

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Leitaðu jafnvægis. Þú býrð yfir miklum hæfileikum þegar kemur að tónlist þó þú kunnir ekki á hljóðfæri þá hefur þú gott tóneyra og næmi fyrir hljómfalli. Þú leggur gleði og eldmóð í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Dagurinn í dag leiðir til þess að skilningur þinn vex og orka þín sömuleiðis.

fimmtudagur, desember 4

Púnkturinn farinn,,, jóla hvað!
::: HRÖNN :::

Þú er löngu búin að slá Íslandsmet í "nonblogging" eins og sagt væri á góðri íslensku!!!!!

miðvikudagur, desember 3

::: BLOGG::

Best að blogga blogg...
Ef ykkur langaði að vita hvað ég gerði í dag, þá..... borðaði ég loksins eitthvað fór loksins í bað (ég er sko búin að vera veik) og lærði loksins eitthvað undir LOL prófið sem er á morgun. Og ég sótti Daníel snemma til Dagmömmunar og lét hann hjálpa mér að taka til hér í íbúðinni, sem er mjög þægilegt því ef kannski einhverjir hafa tekið eftir, þá gerir hann allt sem ég segi honum að gera,, vel upp alinn :) svo eldaði ég mat sem drengurinn auðvitað borðaði ekki :( þannig að hann fékk engann kvöldmat. og nú er hann farinn að sofa og ég ætla að fara að læra.
OG ég náði líka í smá jólaskraut niður í geymslu.

þá er mar búin að blogga blogg.

mánudagur, desember 1

Þá er maður búin að fá sér svona myndaalbúm,,,, það er hér aðeins neðar á síðunni. búin að setja 3 myndir þar inn.
Jákvæð styrking

Hrönn þú ert æðisleg og frábær, þessvegna ertu ekki lengur "EKKERT"
:)