laugardagur, júlí 12

Hvað haldið þið að hafi gerst áðan!!!!!!
Ég lenti í lífsháska og var næstum því rænt.

Þannig er mál með vexti að ég er hérna fyrir austan hjá tengdó, því hann Mundi er að fara að spila í kvöld á afmælishátíð Óskabarna Óðins, sá hjólaklúbbur er orðinn 15 ára og er verið að halda upp á það.
Jæja, hefst nú sagan.

Áðan voru sumir hjólagaurar að keppa í spyrnu og við vorum þarna að horfa á. Ég sat ein inn í bíl en Mundi stóð fyrir utan. Þá hefst hryllingurinn...
Bílhurðin er opnuð og ég er ekkert að spá neitt frekar í því, er önnum kafin við að fylgjast með spyrnunni. En eitthvað finnst mér hann Mundi mása mikið, þannig að ég lít til hliðar, og hvað haldið þið??? Þetta var ekki Mundi, þetta var gamall fullur hjólakall með grátt sítt hár í tagli og í leðurdressi frá toppi til táar. Ég varð alveg dauðskelkuð og hélt bara að þetta væri mitt síðasta, fór að hugsa um allt sem ég átti eftir að gera, en á endanum var ég farin að sætta mig við að deyja bara strax..... en hvað haldið þið... kom ekki hetjan mín (Mundi) mér til hjálpar og tók kallin út úr bílnum og hoppaði á honum. Neinei, hann bað manninn að koma út, svo spjölluðu þeir eitthvað saman og allir urðu vinir.

Svo er bara að sjá til í hverju ég lendi í kvöld..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim