þriðjudagur, maí 27

**.

laugardagur, maí 24

JÚRÓVISJON

Þá er komið að því og ég er ekki á Akureyri,
ég er í Hafnarfirði. Palli var ekkert óþekkur,,
en hann fær samt ekki að fljúga. Útafþví að við gátum
ekki farið á Akureyri.

Ég held með þýskalaginu.

Í gær fór ég með Brynju og Hrönn í
Ölver í Glæsibæ og ég var edrú, en ég
ákvað nú þrátt fyrir það að syngja eitt lag
lagið sem ég tók alveg snilldarlega var
These boots are maid for walking

fimmtudagur, maí 22

=JÆJÆJÆJÆa=

Ég er að leita mér að nýjum gleraugum þessa dagana,
og það gengur bara ekkert, það er svo erfitt að finna einhver
sem manni líkar við. Mínum elskulega syni tókst
að stíga ofan á gleraugun mín þannig að þau brotnuðu,
og það er ekki hægt að laga þau.
Ætli maður neiðist ekki til að hitta Brönn og Hrynju á morgun. :)
Þær eru víst að koma í Reykjavíkina og ætla að kíkja í Húsdýragarðinn
og drekka mjólk..... þær ætla ekki að gera neitt annað ---jeræt.

Palli er búinn að vera mjög óþekkur þannig að hann fær ekkert að fljúga!

Núna eru 75 mínútur þangað til Leiðarljós byrjar.
Og það er BOX um þarnæstu helgi sem mig langar geðveikt á,
Ísland - Írland.

þriðjudagur, maí 20

Brynjuís!!!!!
Hverjum datt sú vitleysa í hug, allavega ætla ég ekki
að fá mér svoleiðis ógeð þegar ég fer norður um helgina.

Við fjölskyldan fórum í stutta (reyndar fannst mér hún alltof löng)
flugferð í dag. Daníel var að fara í sína fyrstu flugferð og þetta gekk bara
alltsaman vel.
Svo er stefnan að fara á Akureyri á laugardaginn, svo
kíkir mar auðvitað á Helgu og Pál, og kannski fær Páll að fljúga ef hann verður
þægur :-)

mánudagur, maí 19

og þetta er ekki að takast

laugardagur, maí 10

ég er aðeins í veseni með nafnið hennar Hrannar hér á síðunni
ég er að reyna að skrifa Hronn, en það virkar ekki heldur
, DRASLDRASL
Jæja þá er maður búinn að kjósa á þessum fallega degi.
og til að halda upp á það, þá borðum við svið í hádeginu.
svo á maður eftir að ákveða hvort að maður fari í ríkið á eftir og kaupi
sér einhverjar léttar veitingar eður ei.
Og svona fyrir þá sem að kusu sjálfstæðis........
þá kaus ég FRJÁLSLYNDAFLOKKIN

föstudagur, maí 9

Hvað á maður að kjósa!!!!!!!!
Ég var að horfa á batchelorett og ég vona að hún velji Ryan.

fimmtudagur, maí 8

Finnst ykkur lífið ekki dásamlegt :)
Ég er búin að finna skó sem mig langar í, ég er búin að fá vinnu, og það
er allt svo æðislegt.
Svo fer ég kannski með Munda á Selfoss á Laugardaginn (það er reyndar ekkert æðislegt) af því að hljómsveitin er
að fara að spila þar og þá ætla ég að fara á ballið EIN,reyndar verður eitthvað fleira fólk þarna sem tengist
fólkinu í hljómsveitinni en ég þekki það ekki neitt. Þannig að þetta er heljarinnar afrek fyrir mig.

þriðjudagur, maí 6

Best að reyna að vera eins dugleg og hún Hrönn að blogga.
Hrönn! ég held barasta að Brynja sé död.
Já og meira ætla ég ekki að skrifa í dag.

mánudagur, maí 5

Jæja ágætt fólk ÆM BAKK
Palli þú átt þér allavega skárra líf en ég :)
Hver einast dagur hjá mér er eins, nema dagurinn í dag hann byrjaði
svolítið öðruvísi. É vaknaði eins og vanalega kl 07 þá fór ég að sinna barninu mínu og
fór að lokum með hann til dagmömmunar, þá kom ég heim, og í staðinn fyrir að fara að gera
sem messt af engu, þá klæddi ég mig í íþróttaföt og fór og náði í hljólið mitt og fór að hjóla.
Að því loknu fór ég inn og gerði magaæfingar, og svo ryksugaði ég og svo fór ég í tölvuna og borðaði
popp og er enn í tölvunni
SVo núna á eftir ætla ég að fara að filla út umsókn í Kennaraháskólann, Þegar það er búið ætla ég að
hringja í fyrrverandi sönkennarann minn, því ég er að hugsa um að fara í söngnám í haust.

Eins og þið sjáið er alveg helling að gera hjá mér, ég bara kæmist ekki yfir allt þetta ef ég væri í vinnu :/