sunnudagur, nóvember 25

gamlir karlar og ungar fallegar konur

Loksins kom blogg-andinn yfir mig aftur.

Ég var að velta einu fyrir mér um daginn og svo aftur núna í morgun. Ég er búin að fatta af hverju gamlir kallar eru með ungum fallegum konum. Yfirleitt eru þessir gömlu kallar fyrrverandi drykkjumenn, eða hafa verið í svolítið miklu rugli á sínum yngri árum og þessir menn eru semsagt nokkrum árum á eftir sínum jafnöldrum í þroska. Og þetta leiðir síðan til þess að þeir finna sér mikið yngri konur.
Að sama skapi hýtur þetta þá líka að gilda um konur, ef þær fá sér mikið yngri menn þá hafa þær samkvæmt kenningu minni, verið í miklu rugli á sínum yngri árum. Ég þekki tvær stúlkur nokkuð vel, sem eiga yngri menn og samkvæmt þessu þá hafa þær verið í rugli og drykkju, hummmmm veit ekki alveg en!!!

miðvikudagur, nóvember 14

Mér leiðist

Stundum kemur það fyrir að mér leiðist óhugnalega mikið. Núna er það til dæmis.
Reykjavíkur dvöl mín er senn á enda, sem betur fer. Og þá byrja ég að vinna. Ég er búin að skoða allt sem ég get skoðað á netinu, nema bloggið hans Silla, en það bíttar ekki því hann bloggar svo sjaldan. En ég ætla samt að kíkja á það, augnablik...Jebb eins og ég vissi, ekkert blogg.
En hér er ein lítil getraun:
Spurt er um dead sexy mann:
1) því miður er hann ljóshærður, (sem útilokar Munda strax)
2) hann er með dead flotta rödd
3) Hann mætti alveg fara oftar í klippingu
4) Mundi og hann eiga allavega eitt sameiginlegt.
5) Eiginlega er hann ekkert dead sexy.

Og hver er maðurinn.....