laugardagur, júní 30

Jæja ég er að jafna mig á þessum mistökum sem nefnd unglistar er búin að gera (að mínu mati,og þarf ekki að endurspegla álit fjöldans) þannig að Sveinbjörg ég skal hætta að bögga þig.

ball

Sko þú sem lest þetta. Hvort myndir þú vlija fara á ball með Sniglabandinu eða Bermúda?

miðvikudagur, júní 27

Alveg er tíminn hreint ótrúlegur, annað hvort líður hann of hratt eða of hægt. Núna er ég t.d. að bíða eftir því að klukkan verði 10 ég er búin að bíða í hálftíma og þessi hálftími er búinn að vera geðveikt lengi að líða.

En vitið þið að það eru til fallegir menn sem eru bara ekkert fallegir þegar maður horfir á þá.

en jámmm. það var mjög gaman í vinnunni í dag, loksins :D ég var með svo skemmtilegum stúlkum í dag já og einum dreng :)

mánudagur, júní 25

hvað er satt og hvað ekki.

Best að leiðrétta ýmsan misskilning.

Það er ekki rétt að það sé Kjartani að kenna að allt fer seint af stað með unglist.
Aldís er ekki búin að safna 500 þús í styrkjum fyrir Unglist.
Unglist væri hins vegar alveg til í að fá svo mikinn pening :)
Það er rétt að enginn hafði samband um að vilja sjá um Unglist.
Það verður Unglist.
Ég verð fegin þegar þetta sumar verður búið.
Ég nenni ekki að blogga.
Og ég nenni ekki að breyta blogginu.
Ég ætla að fá mér að drekka eitthvað gott 28. Júlí :)
Stokksteyrarbakki er ekki til.