föstudagur, maí 14

síðasta prófið

Jebbs það var í dag :) Held bara að mér hafi gengið alveg ágætlega, en ef ekki þá segi ég bara einsog hún Helga: það verða upptökupróf í ágúst :) Ennnnn! þar sem við Helga erum svo snjallar og gáfaðar og vel ættaðar, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af því að falla í neinu prófi, eehhhhmmmmmm.........

mánudagur, maí 10

ekkert merkilegt

Ég verð ´nú bara að segja að mér finnst þetta útlit bara miklu betra en hitt :)

Ég sá dauðan hval í dag. (Hjá mér er hvalur samheiti yfir alla fiska sem eru stærri en selir)
en allavega þá var þetta litla grei strandað og dautt, kannski ef ég nenni þá ætla ég að skoða hann á morgun, eða kannski ekki, því mér sýndist einhverjir búnir að éta bakið á honum.

föstudagur, maí 7

well !!!

-eða velly smelly- einsog sumir myndu orða það.

Þá er fyrsta prófið búið, það var í tann- lyfja- og næringafræði. Tannfræðin gekk mjög vel, næringarfræðin svona lala og lyfjafræðin - ómægad, afhverju þarf alltaf að spurja um það sem maður leggur ekki mikla áherslu á. En vonandi var Guð með mér í þessu prófi :)