þriðjudagur, október 28

::: TÓNSMÍÐAR :::

Ég er að semja lag.
Á svo að skila því í lok nóvember, þetta er í tónfræði. Kennarinn ákvað að láta okkur öll semja lög.
Ég verð nú bara að segja að þetta er ógeðslega gaman. ég er semsagt að semja lag fyrir píanó, fyrir báðar hendur. En er nú reyndar bara byjuð að semja fyrir þá hægri. Mundi sagði að þetta væri svona valslegt lag, ég hafði ekki hugmynd um það.
En, ég ætla að reyna að hafa það í moll, er ekki alveg búin að ákveða hvaða moll það á að vera. svo verður bara að sjá hvað verður úr þessu.

Kannski er ég upprennandi tónskáld

mánudagur, október 27

::: HROLLVEKJA :::

éG horfði á eina mjög lélega hlolllvekju í gær Darknes falls Þetta var nú meira bullið. En nægði samt til þess að ég þorði varla ein á klósettið í öllu þessu myrkri. það er ekki lítið hvað ég er myrkfælin. En ég mæli allsekki með þessari mynd algjört bull, og bara illa skrifuð mynd.

föstudagur, október 24

IDOL

OK ÞAÐ er alveg pottþétt að sjóarinn komist áfram, og svo örugglega MA stelpan (vonandi samt ekki)

fimmtudagur, október 23

PÓLVERJAR

oG AÐRIR útlendingar sem eru á tanganum núna.
Nú get ég loksins kannski séð eitthvað af þessum "köllum"
Ég hef nebblega aldrei verið fyrir norðan þegar sláturstíðin er, og þar af leiðandi misst af þessum ósköpum. Allavega flykkist kvenfólkið úr Reykjavíkinni til að missa ekki af þessu,,, nefni engin nöfn. Þannig að þetta hlítur að vera eitthvað spennandi.
Og þetta kemur sér mjög vel þar sem að ég er einmitt að leita mér að nýjum manni. Og þá er bara tilvalið að fá sér einn Póllara, hann skilur hvorteðer ekkert og getur þaraf leiðandi ekki gert grín af Tunum mínum....



Eða kannski bara ekki.

miðvikudagur, október 22

"T"

Það hafa heyrst raddir um að ég segi asnalegt "T" og það er barasta ekki rétt.
Þetta einelti byrjaði þegar ég var 16 ára, þá fór ég að umgangast Hrönn soldið mikið.
Hún gerði mikið grín að því hvernig ég bæri fram "t"
Ég var rétt búin að ná mér uppúr áralangri sjálfsóánægju með það hvernig ég talaði (hafði varla þorað að mæla eitt orð, af hræðslu við að vera útskúfuð úr samfélaginu). Og ég hélt að öllu einelti væri lokið og ég gæti farið að lifa eðlilegu lífi í faðmi fjöldkyldu minnar.
En NEI þá kom hörð gagnrýni úr hörðustu átt. MInn heittelskaði Mundi fór að benda mér á að ég segði asnalegt "t" og þetta var bara rétt byrjunin. Í gær í skólanum fór kennarinn að tala um það að sumt fólk væri farið að bera "t" asnalega fram, og tók þar sem dæmi, Stefán Hilmarsson.
Ég hélt að allir dagar mínir væru taldir.En ég hef ákveðið að berjast gegn þessum gagnrýnisröddum. Ég ætla byrja á því að hunsa Hrönn í einu og öllu og finna mér nýjan mann...


og hanan nú.

laugardagur, október 18

Nýr linkur kominn.

Í kvöld fer ég í brúðkaupsveislu hjá sama fólkinu og seinustu helgi. Þau er líka að gifta sig hér á Íslandi. Það verður gaman að sjá hvort og hvað bróðirinn geri núna...

fimmtudagur, október 16

Boðskapur dagsins:
Ræktið ykkar eigin gras.

Það sagði líffræðikennarinn minn í dag.

Þýskalands ferðin var bara alveg ágæt, þó svo að ég hefði vilja verja meiri tíma í búðum....
Við fórum í brúðkaup hjá vinafólki okkar. Á brúðkaupsnóttina, skallaði bróðir brúðgumans, brúðguman þannig að hann fékk heilahristing. Þannig að alla brúðkaupsnóttina var brúðgumin ælandi. Bræðrakærleikurinn alveg í því hæðsta.

miðvikudagur, október 8

Nú er Daníel litli farinn í pössun og við sjáum hann ekki fyrr en á mánudag. Og við erum strax farin að sakna hans, þó svo að hann geri ekkert annað en að öskra á daginn hjá okkur.....

Hér er ein Örugglega skemmtileg síða

þriðjudagur, október 7

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Jasmine
You are Jasmine from Aladdin!


What Disney Princess are you?
brought to you by Quizilla


einsog þið sjáið, þá á ég mér ekkert líf.

sunnudagur, október 5

Þá er sláturgerðinni lokið, soldið ógeðslegt.
Eg ég afrekaði það að læra í gær og mér fannst það meira að segja gaman....... þá er nú mikið sagt.
Núna eru 4 dagar þangað til við förum til Þýskalands.

laugardagur, október 4

Í dag mun nokkuð merkilegt gerast, Ég ætla að fara að læra, kominn tími til,, enda er mánuður liðinn af skólanum...

miðvikudagur, október 1

*** SLÁTUR, SLÁTUR ***
Nammi nammi namm.
Ég er að fara að gera slátur á sunnudag, hlakka mikið til. Þannig að ég er löglega afsökuð fyrir að fara ekki á aðal tónleika ársins sem verða einnig á sunnudag.