þriðjudagur, september 23

langt síðan síðast

ég var að skoða síðuna hjá Helgu og Palla og þar rak ég augun í það að ég er undir "óvirkar síður". Að sjá þetta hvatti mig til að signa mig inn á blogger og nú er barnið vaknað. bæ

þriðjudagur, febrúar 26

Leiðinlegt að skrifa

Með því leiðinlegra sem ég geri er að skrifa. Og núna á ég að vera ágætlega á veg komin með lokaverkefnið mitt...

En að öðru, Íslendingar eru upp til hópa kellingar sem hafa ekkert vit á tónlist. Dr. Spock var með besta lagið og hana nú, en neinei, Íslensku kellingarnar vilja eitthvað fokkans júrógubb.
Og svo þetta sem Friðrik Ómar sagði þegar úrslitin voru kunn, fannst mér frekar lélegt. og svo fékk hann nú tækifæri í kastljósinu í gær að viðurkenna að þetta hefðu verið mistök að segja þetta, alveg sama þótt hann hafi orðið fyrir einhverju aðkasti. En nei hann er greinilega of góður með sig til að viðurkenna það.

Ég held að það sé gaman að vera ólöfuð kona í dag, þá fær maður blómvendi (reindar víst eitthvað misfallega) ekki gefur minn maður mér blóm, nei! ég þarf að láta hann hafa pening og senda hann út í búð með þau fyrirmæli að kaupa handa mér blóm, þá er möguleiki á að hann geri það.

þriðjudagur, febrúar 5

Aðeins fyrir fólk sem stundar trúnað. Jahh, eða landbúnað.

Samkvæmt trúnaðarmannahandbók bloggarans, er ekki þorandi fyrir bloggara að blogga þegar annað "trúnaðarstórmannlegtfólk" er farið að hafa áhyggjur af orðstí sitjandi sem gangandi fólks. Því eins og segir í einhverri bók, asso, jú! nú man ég það er að ég held í hávamálum: Deyr fé, deyja frændur en orðstír deyr aldregi. Mig minnti reyndar að þetta væri svona : Deyr fé, deyja bændur en orðstír deyr aldrei, en þá kom gáfaði (eða hann heldur það) trúnaðarmannslegi maðurinn minn og leiðrétti mig :D

En í nótt dreymdi mig draum, (Ekki um þig Siggi, sorry) það var þannig að ég var með fullt af lúsum í hárinu og svo þegar ég náði þeim úr mér þá hoppuðu þær bara aftur í hárið. Samkvæmt draumaráðningabókum þýðir þetta annaðhvort: illt umtal eða peninga. Ég er búin að komast að því að þetta þýðir ekki peninga, því ég fór með lottómiða í búðina áðan og það var enginn vinningur. Þannig að þetta þýðir illt umtal, þannig að nú bíð ég spennt, hvaða skandal hef ég gert af mér núna... kannski hef ég brotið trúnað!!
En nú er mig farið að klæja í hausinn af lúsarhugsun svo að ég ætla að fara að klóra mér. Bæ

föstudagur, janúar 18

klósett og annað

Aðeins um klósettmál Kringlan Vs. Smáralind.
Að mínu mati þá eru klósettin í Kringlunni svona ókey og ég nenni ekki að skrifa neitt meira um það. En klósettin í Smáralind eru viðbjóður og ég er komin á þá skoðun að þær konur sem fara á klósettið þar séu með drullu og kunna ekki að sturta niður. Nema þá að þetta sé almennur munur á Kópavogsbúum og Reykvíkingum :)

Ísland - Svíþjóð hvað gerðist?
Heyrst hefur að slæmur árangur Íslands í leik sínum gegn Svíum megi rekja til þess að matráðskonan í LB hafi ráðið sig sem kokkur Íslenska landsliðsins. Enda voru Íslendingarnir ansi þungir á sér.
Ég er drekinn!
Og að lokum Þorbjörn segir að ég eigi að halda mig við Legókubbana....hummmmmm.

Orðsending til fólksins út í bæ sem finnst gaman að velta sér upp úr bulli um starfsfólk skólans, yfir kaffibollanum (ef það er þá einhver..) þó svo ég segi að Íslendingar hafi verið þungir á sér þá er ég ekki að segja að starfsfólk skólans sé það. Og hana nú.

Til Imbu:
Mér finnst ekki vera drasl heima hjá þér og ef það hefði verið drasl hjá þér þá hefði ég ekki bloggað um það.
Til allra hinna:
Samkvæmt þessu er drals hjá ykkur hinum hehehehehehe.

þriðjudagur, janúar 15

Meira krassandi slúður

Vegna mikilla áskoranna meðal xmanna þá hef ég ákveðið að slúðra aðeins meira krassandi. Og NB þetta er allt SATT!

# xxx með marga í takinu, í gær þegar hún var búin með xxx þá tók hún xxx!!!!----> Enda segir sagan að Kiddý og Siggi séu farin að fá jólakort sem í stendur: Elsku Kiddý og Siggi.
# Djammdýrið eða hvað var það nú aftur?
# xxx er ólétt! (eða það segir xxx)
# Í dag er í týsku að vera í fjarbúð, xxx ætlar að flytja út í skóla og skilja xxx eftir, en það er í lagi því xxx fer til hennar. En þá er xxx eftir ein, en xxx ætlar að redda því, hann ætlar að kaupa húsið af xxx og xxx og flytja þangað því hann ætlar sko að fylgja týskunni.
# Sumir xxx og þá sérstaklega ungar xxkonur eru mikið fyrir leðurklædda homma, sem hjakkast hver aftan á öðrum. En það er ekki ég og ekki xxx, og þá er bara ein ung eftir því allar hinar eru gamlar.


Látum þetta gott heita, þeir sem vilja kvarta yfir þessu bloggi er bent á heimasíðu Guðmundar í Byrginu... byrgid.is

miðvikudagur, janúar 9

Slúður, slúður

Já það er enginn maður með mönnum nema að slúðra svolítið. Ég ætla að slúðra um vinnufélagana.

Og hefst þá lesturinn:

# Allt í drasli hjá Imbu!!!!
# Guðrún Ósk þarf að léttast um 30 kg. ....
# Haddý neitar að mæta með húfu í skólann
# Villi hættur að borða konfekt á kvöldin.
# Már hraut, ég heyrði það.
# Vinsælasti piparsveinninn...


Þá er það komið í bili.

sunnudagur, desember 30

víst er það undarlegt...

En þótt ótrúlegt sé, þá ætla ég á ball á morgun, ef það er ekki ótrúlegt þá veit ég ekki hvað er ótrúlegt, þetta er svo ótrúlegt að þetta er örugglega áttunda undur veraldar.

sunnudagur, nóvember 25

gamlir karlar og ungar fallegar konur

Loksins kom blogg-andinn yfir mig aftur.

Ég var að velta einu fyrir mér um daginn og svo aftur núna í morgun. Ég er búin að fatta af hverju gamlir kallar eru með ungum fallegum konum. Yfirleitt eru þessir gömlu kallar fyrrverandi drykkjumenn, eða hafa verið í svolítið miklu rugli á sínum yngri árum og þessir menn eru semsagt nokkrum árum á eftir sínum jafnöldrum í þroska. Og þetta leiðir síðan til þess að þeir finna sér mikið yngri konur.
Að sama skapi hýtur þetta þá líka að gilda um konur, ef þær fá sér mikið yngri menn þá hafa þær samkvæmt kenningu minni, verið í miklu rugli á sínum yngri árum. Ég þekki tvær stúlkur nokkuð vel, sem eiga yngri menn og samkvæmt þessu þá hafa þær verið í rugli og drykkju, hummmmm veit ekki alveg en!!!

miðvikudagur, nóvember 14

Mér leiðist

Stundum kemur það fyrir að mér leiðist óhugnalega mikið. Núna er það til dæmis.
Reykjavíkur dvöl mín er senn á enda, sem betur fer. Og þá byrja ég að vinna. Ég er búin að skoða allt sem ég get skoðað á netinu, nema bloggið hans Silla, en það bíttar ekki því hann bloggar svo sjaldan. En ég ætla samt að kíkja á það, augnablik...Jebb eins og ég vissi, ekkert blogg.
En hér er ein lítil getraun:
Spurt er um dead sexy mann:
1) því miður er hann ljóshærður, (sem útilokar Munda strax)
2) hann er með dead flotta rödd
3) Hann mætti alveg fara oftar í klippingu
4) Mundi og hann eiga allavega eitt sameiginlegt.
5) Eiginlega er hann ekkert dead sexy.

Og hver er maðurinn.....

laugardagur, október 6

Photoshop

Það er mjög gaman að leika sér í photo shop, ég var t.d. að prufa að gera svona. En ég vil taka það fram að þetta er bara eitthvað sem ég var að leika mér að gera, þetta er ekki mjög pro, því ég kann ekkert á photoshop.