Hjá mér er ekkert að skeee, nema það að það er enginn skóli í dag og ekki heldur á föstudaginn.
Og ég er búin að þyngjast um 2 kíló síðan ég byrjaði að ræktast. Ég tók mjög leiðinlega spólu í gær. hún heitir wimbledon eða eitthvað, og Silli vildi ekki koma og horfa á hana með okkur, þarna missti hann sko af engu :)
og vonandi eftir 2 mánuði þá flyt ég vestur.
En allavega einusinni í mjög gamla daga þá var ég alltaf í fílu út í mína kærasta
Og einn ágætis haustdag nánartiltekið sunnudaginn 19. ágúst 2001, þá hef ég greinilega verið í mjög mikilli fýlu, því einhverra hluta vegna hef ég ákveðið að skrifa dagbók þann daginn. Allavega það sem stendur í dagbókinni er eftirfarandi:
"Jæja nú er komið að því nú er okkar sambandi
lokið Lokið. "svo fylgir með teikning af skærum og hauslausum manni með hníf í hjartanum, ég man ekki hvort þetta átti að vera Mundi eða bara eitthvað bull. En ekki man ég útafhverju ég var í fýlu, en það var örugglega vegna þess að Mundi vildi ekki gera eitthvað sem ég vildi.
ég vil taka það fram að í dag er ég allt önnur manneskja, ég er ekki alltaf leiðinleg við hann.