föstudagur, mars 18

Hjúkket

Sem betur fer var ég ekki í the best of the worst
En reyndar hefði mér svosem verið alveg sama, það hefði bara verið gaman að sjá mig

Framhaldssaga mánaðarins

þriðjudagur, mars 15

Brús Villis

Hrönn er búina að taka mjög afdrifaríka ákvörðun. þann 19 mars næstkomandi mun hún Hrönn hætta að vera skotin í Brús Villis nokkrum. Og ástæðan er sú að þá verður hann 50 ára.

miðvikudagur, mars 9

Þetta blogg rakst ég á um daginn og kommentaði aðeins þar, en ég sá nebblega mynd af mjög skrítnum ketti þar, allaveg fannst mér hann skrítinn :) hér er það

Ég er svo sniðug

nú er ég komin með linka á annað fólk í bloggheimum, og ég stal þessu öllu af síðunni hans Palla

og Svo stal ég líka öðru annarstaðar
hvað er eiginlega að koma yfir mig!!!!!!!!!!

þriðjudagur, mars 8

Með því merkilegra sem gerst hefur í lífi mínu síðastliðnar vikur er það að í dag er ég búin að vera að læra og æfa mig á hljómborðið.
Einhvertíman ætla ég að syngja lagið one more time sem Norah jones og Ray Charles syngja, þetta er alveg þrusu flott lag.

Ég og Unnur föttuðum eina snilld í gær, við ætlum bara að mæta í ræktina á hverjum degi kl 17:00 og horfa á Leiðarljós þar á meðan við göngum eða skokkum á hlaupabrettinu, þá sláum við tvær flugur í einu höggi, við erum svo snjallar.

Ætli maður verði svo ekki að fara til Helgu á morgun með 2 rauðvínsflöskur

þriðjudagur, mars 1

Ekkert

Hjá mér er ekkert að skeee, nema það að það er enginn skóli í dag og ekki heldur á föstudaginn.
Og ég er búin að þyngjast um 2 kíló síðan ég byrjaði að ræktast. Ég tók mjög leiðinlega spólu í gær. hún heitir wimbledon eða eitthvað, og Silli vildi ekki koma og horfa á hana með okkur, þarna missti hann sko af engu :)

og vonandi eftir 2 mánuði þá flyt ég vestur.

En allavega einusinni í mjög gamla daga þá var ég alltaf í fílu út í mína kærasta
Og einn ágætis haustdag nánartiltekið sunnudaginn 19. ágúst 2001, þá hef ég greinilega verið í mjög mikilli fýlu, því einhverra hluta vegna hef ég ákveðið að skrifa dagbók þann daginn. Allavega það sem stendur í dagbókinni er eftirfarandi:

"Jæja nú er komið að því nú er okkar sambandi lokið Lokið. "

svo fylgir með teikning af skærum og hauslausum manni með hníf í hjartanum, ég man ekki hvort þetta átti að vera Mundi eða bara eitthvað bull. En ekki man ég útafhverju ég var í fýlu, en það var örugglega vegna þess að Mundi vildi ekki gera eitthvað sem ég vildi.

ég vil taka það fram að í dag er ég allt önnur manneskja, ég er ekki alltaf leiðinleg við hann.