þriðjudagur, ágúst 31

Innflutningspartý

Ætli mar verði ekki að koma tölvumálum í lag hérna heima á Akureyri, svo stelpu ...eitthvað... geti farið að blogga

En eru einhverjar uppástungur hvenær innflutningspartýið hjá okkur á að vera?????? Hverjir vilja koma?????

föstudagur, ágúst 27

Hrönnsl

Mig dreymdi draum um þig. Sko hann var þannig að þú varst kominn með kærasta, hver heldurðu að það hafi verið?????????????????????????
En ég get gefið þér eina vísbendingu : 5

:) :) :) hahahahahahahhahahaha

miðvikudagur, ágúst 25

margt að ske..

Jæja, þá er fyrsta prófið af þremur búið, og það erfiðasta sem betur fer, og mér gekk alveg ágætlega allavega þá líður mér bara nokkuð vel og ég er frekar vongóð við að ná því, eða annars ég veit ekki.

En það er alveg fullt að gerast, við stúlkurnar erum að fara að flytja á Akureyri í 80 ára gamla íbúð sem er öll upprunaleg. ég að fara að byrja í nýjum skóla og fæ að fara í stærðfræði, jesss jesss jesssss, æ lov stærðfræði.
Enn ætli mar verði ekki að drullast í gömlu íbúðina núna og reyna að klára að þrífa hana :(

fimmtudagur, ágúst 19

Skrítið fólk

nú fékk ég tilefni til að blogga..
afhverju ætli sumt fólk geti ekki komist áfram í lífinu á eigin verðleikum í stað þess að láta fólk vorkenna sér til að geta fengið eitthvað sem það langar í. Og koma fólki í þannig aðstöðu að það geti ekki sagt nei við viðkomandi því hann á svo bágt eða eitthvað þvíumlíkt. En hvernig væri lífið ef allir væru eins, það er kannski eitthvað jákvætt við þett, en ég veit ekki hvað það er.....
EF einhver tekur þetta til sín þá áætla ég að viðkomandi sé þessi persónuleiki sem ég skrifa hér um, og þá ætti viðkomandi aðeins að fara að lýta í eigin barm, hummmmmm..

þriðjudagur, ágúst 3

Gaman gaman

Ójá þetta var sko gaman, og ég ætla sko aftur. Reyndar var sjóferðin til Eyja ekkert spes, eiginlega var maður svo eftir sig að lítið var djammað föstudagsnótt, semsagt bara til 5. En svo koma laugardagurinn þá var sko vel tekið á því , gítar, Dóri, gasblöðrur og alles.

Ég og Unnur breyttumst svo í grúppíur, vorum að djamma með Eyjólfi Kristjáns. og hanns bandi, og einn meðlimurinn sem er gamall, (meira að segja nokkrum árum eldri en Mundi) Hann bauð mér að kúra hjá sér!!!!!!!!!! Nei takk fyrir!!!
Svo var kíkt í hvítu tjöldin og borðaður lundi með smjöri og flatkköku, djö.... var það gott, og svo fór mar loks að sofa um kl. 9 á sunnudagsmorgun.

En þetta var eiginlega bara æfingarferð hjá okkur stelpunum, því núm vitum við alveg hvað við þurfum að taka með okkur næst þegar við förum :)