fimmtudagur, apríl 29

Kenning!!!

ég er með aðra kenningu í sambandi við góða tónlistarmenn. Famous 16
Sú fyrri var á þá leið að ef þú ert með mjög gott tóneyra þá þýðir það að þú sért gleymin. Þessi kenning fjallar líka um tónlistar menn, meira að segja þá sömu og hin :)
Það virðist nebblega vera að ef maður sé góður tónlistarmaðu og með gott tóneyra, að þá hafi maður áhuga á flugvélum.
Pilot

Og til að sanna eða afsanna þessa kenningu mína þá þarf ég svar frá Hugrúnu. Semsagt, Hugrún!!! hefur þú áhuga á flugvélum?????

miðvikudagur, apríl 28

hummmmm

þetta passar ekki alveg


Sjáðu hvaða týpa þú ert

ómægad

ég var að lesa allt um Leiðarljós, það sem á eftir að gerast, og ég segi nú ekkert annað en ómægad, það eru allir með öllum og allir að skilja og giftast eða deyja.... En ég ætla nú samt ekkert að hætt að horfa á Leiðarljós, þó svo að ég viti þetta :)
Þá er það komið á hreint, ég tek söngprófið á mánudaginn sem þýðir það að ég fer norður á laugardaginn og kem aftur í bæinn á sunnudaginn :( En ég er rosalega gáfuð!!!!! ég fór á bókasafnið í dag og var þar inni í svona 15 mín, svo þegar ég kem út þá sé ég það að bílstjórahurðin er bara alveg galopin, hjartað tók kipp og gegnum huga minn þaut: "ó nei, það er einhver búin að brjótast inn í bílinn, ég hefði átt að læsa honum". En nei, þá mundi ég það að ég hafði bara allsekkert lokað hurðinni þegar ég fór út úr bílnum...........
fræga fólkið er byrjað að skoða íbúðina okkar :) :) Íris í Buttercup kom í dag að skoða hana, hún er pínulítil og feimin.

þriðjudagur, apríl 27

fyrir ykkur sem leiðist

smá quiz


BLUE



You give your love and friendship unconditionaly. You enjoy long, thoughtful conversations rich in philosophy and spirituality. You are very loyal and intuitive.




Find out your color at Quiz Me!


eF ég er ekki ein af óheppnustu manneskjum veraldar, þá veit ég ekki hvað? ég á nebblega að fara í söngpróf á fimmtudaginn, en nei!!! viti menn, er ekki bara mín komin með hálsbólgu og kvef, þannig að það lítur allt út fyrir að ég geti ekki tekið prófið, ég er alveg hoppandi brjál yfir þessu.

laugardagur, apríl 24

Ball eða Beljur

Hverjum langar svosem á BAll eða í partý hjá Brynju þegar mar getur verið í sveitinni með beljum sem reyna að sleikja mann (ekki kynferðislegt) og tvenn ókláruð verkefni????? ég bara spyr???????? mar mar mar bara skilur ekki svona lagað!!!

afmæli

Hver á afmæli í dag
Hver á afmæli í dag
hún Hrönn tönn beika tönn á afmæli í daaaaaaag
hún á afmæli í dag.

hver er gömul í dag...........
hún Hrön.......

föstudagur, apríl 23

300.000 km

jább! bíllin skreið upp í þessa tölu rúmlega sjö í dag á Miklubrautinni.
Ég var að syngja á tónleikum í dag, og það var bara ókei, og ég nenni ekki að skrifa neitt.

mánudagur, apríl 19

Markmið

Ég er komin með 2 markmið. En þau eru að vera búin með bæði verkefnin mín fyrir föstudag, ég veit ekki alveg hvernig það á eftir að ganga, því nú er ég orðin húkkt á einhverjum fokkans leik sem ég fann á netinu. Sem betur fer er ég ekki búin að uppgvöta eða uppgötva þessa stríðsleiki, sem allir virðast vera í, kannski mar skoði þetta eitthvað í sumar, hún nóvs??????

sunnudagur, apríl 18

stutt um helgina

fór á sýningu, sem var mjög góð, ákvað að vera bara edrú. þegar sýningin var búin, var aðeins komið við á barnum til að athuga hvort Silli væri þar, hann var þar ekki (kom seinna, mjög stuttu seinna). En svo bara var mar alltíeinu komin með bjór í hönd, og svo annan og svo annan, nenni ekki að telja meir :) og svo var mar bara alltíeinu komin í partý til Hrannars, og svo loksinsa heim að sofa. Svona er það þegar mar ætlar að vera edrú :)

föstudagur, apríl 16

Ritgerð #2

jæja, þetta skríður áfram, er komin með 4 og hálfa bls. núna :)

fimmtudagur, apríl 15

Ritgerð

Eins og áður hefur komið fram, þá er ég að vinna í ritgerð þessa dagana og það gengur ekki vel. Lengdi á að vera 10 bls. sem er nú reyndar ekkert mikið. en ég er bara búin með 3 og hálfa, og er bara stopp .

Æðislegt hrós !!!!!!!

Ég fékk æðislegt hrós frá honum Páli í gær....
Ef þið hafið séð söngvakeppni framhaldsskólana þetta árið, þá vitið þið um hvað ég er að meina, annars ekki.

SKO! þar var einn keppandi (reyndar voru þeir fleiri) en þessi var mjög aftarlega og var karlki/yns, hann sat á stól og "spilaði" á gítar og "söng" með. Hann tók Heru lagið og þetta var ömurlegt hjá grei stráknum. Og hann Páll sagði eitthvað á þá leið, að ég hafi allavega verið betri en hann, ÞAÐ ERU ÖRUGGLEGA ALLIR BETRI EN HANN.

miðvikudagur, apríl 14

smá blogg

sko ég nenni ekki að blogga neitt því það gerist ekkert í mínu lífi. Nema það að ég er að vinna í tveimur verkefnum sem gilda hvort um sig 60% af lokaeinkunn, og svo er ég að láta mig kvíða fyrir söngprófinu því ég er eiginlega ekki alveg nógu góð eða kann þetta ekki nógu vel. Mæ læf söks.

mánudagur, apríl 5

Ást í bloggheimum

VÁ!!!! Það er svo mikil ást hjá öllum í bloggheimum að það bara nennir enginn að blogga nema kannski ég (hummmmm!!!! það þýðir/þíðir þá að ég sé ekki ástfangin). en hú kers.?
Óla!!!!!!! ég hef ekki fengið neinn póst frá þér, og ég er búin að bíða spennt í marga daga.

föstudagur, apríl 2

Ég er alveg sammála Brynju, þetta er alveg hreint ágætlega príðilegur dagur sem er byrjaður. En þetta er nú reyndar ekki af sömu ástæðu og hjá henni Brynju, sem er bæ ðe vei spennandi að fylgjast með :)