föstudagur, september 26

*** SMJAÐUR ***

Var að skrifa póst til eins kennarans hér í skólanum. Var að biðja um að fá að skipta yfir í kennarann. sagði að það væri minn draumur að vera kennari, og hvort hann vildi ekki hjálpa mér að láta þennan draum rætast.
Vonandi vill hann hjálpa mér við þetta allt saman.

SVo er ég á fullu að skoða hljómborð.
Fór í Hljóðfærahúsið í gær og fann þar eitt sem ég er orðin ástfangin af...
Vonandi get ég keypt það í dag.
Þá get ég æft allar æfingarnar utanaf í tónheyrn, hehe, snjöll þanna!

þriðjudagur, september 23

******

Núna á ég að vera í tónheyrn og svo á eftir á ég að fara í tónfræði.
En ég mætti ekki, ég var lögð af stað var orðin sein átti kannski svona ca1-2 kílómetra þangað til að á áfangastað yrði komið. En þá fattaði ég að ég gleymdi báðum bókunum sem ég nota í Tónheyrn og ákvað í framhaldi af því að mæta ekki í tímann, mér veitti nú svo sem ekki af því að mæta, því ég er svo rosalega léleg í tónheyrn, það er örugglega ekki til eins léleg manneskja og ég.
Og nú er ég með samviskubit yfir því að hafa skrópað.

mánudagur, september 22

*** 80´s lög ***

Mig vantar nýtt lag, ég er hætt við Bonnie Tyler lagið. Það henntar mér ekki alveg.
svo ef þið lumið á einhverju skemmtilegu lagi sem ég gæti sungið, endilega látið mig vita.
ég er komin í þrot með að finna lag, liggur við að ég taki bara " in the jungel the myghty junguel the lions sleepe too night"
Það var svosem ekkert merkilegt sem þessi spákona sagði. nema kannski það að við munum flytja næsta sumar eða vor.
Ef það verður þá verður það ekki mikið lengra en inn í elskulega Reykjavík.

fimmtudagur, september 18

*** IDOL ***

Þá er fyrsti þátturinn búinn, og fannst mér hann bara nokkuð skemmtilegur.

En ég er að fara til *Spákonu í dag* eða nánar tiltekið eftir 1 og hálfan tíma.
hlakkar mikið til
IDOL

Er alveg að fara að byrja bara nokkrar klukkustundir þangað til
jess jess jess
Ég er svo löt.
Eg nenni ekki að læra, og ég nenni ekki heldur að æfa mig að syngja það eina sem ég nenni að gera er að læra tónfræði, því hún er svo skemmtileg.

laugardagur, september 13

***RÉTTIR***

Þá eru þær búnar, ég fór bara í einar réttir, nánartiltekið í Vesturhópinu. OG ég fór ekki í göngur, sá fram á það að ég yrði afvelta einhverstaðar uppi á fjalli. Svo vill svo ótrúrlega til að mér er íllt í maganum, svaf ekkert í nótt, og er ekkert búin að borða í dag. þetta er í 3ja skiptið sem þetta gerist og í öll þessi þrjú skipti, hef ég ætlað að hitta Huldu Signý. Hún hefur alveg greinilega slæm áhrif á mig......

fimmtudagur, september 11

***SKÓLI SKÓLI***

ÉG var að verða of sein í tíma núna sem byrjar kl hálf níu. og viti menn, kennrinn er veikur, og ég sem burðaðist með 10 kílóa tösku hingað... this sucks ( eða eitthvað)
Enn heldur Silli áfram að ásækja mig í draumum,,, plís giv mí a breik.....

Ég fór svo í vikunni í Tónastöðina og verslaði þar fyrir heilar 6000 krónur. Tildæmis keypti ég mér tónkvísl og taktmæli hann kostaði rúmar 3000 kr, svo þurfti ég að kaupa mér eitthvað fleira drasl. Þannig að nú er ég fær í flestan sjó.
Ég er nebblega byrjuð í tónheyrn og tónfræði, and æ lov it.

Verður svo ekki vont veður um helgina, kemmst maður nokkuð í göngur????

miðvikudagur, september 10

***GÍTARINN***

fór í gítarinn í dag, og mér leið illa inni í þessari búð. Það eru stór skilti útum allt sem ástendur eitthvað á þessa leið. "vinsamlega snertið ekki hljóðfærin nema með leyfi afgreiðslumanns"
Það var mjög erfitt að hemja sig að snerta ekki. Á maður að fara í göngur eða ekki???

þriðjudagur, september 9

Ekki gekk flugferðin vel hjá Munda í gær. Það var komið myrkur þegar hann flaug, en hann fann Vestmannaeyjar, en ekki flugvöllin, þannig að hann varð að snúa við.

mánudagur, september 8

***HELGIN***

hún var barasta ágæt miðað við aðstæður.
Drap tvo fiska og 3 áðnamaðka. Fékk alveg hræðilegan móral yfir því. Grei áðnamaðkarnir að drepast ekki strax, þeir þurfa að þola það að vera þræddir upp á öngul. Og ekki var skárra að þurfa að rota fiskana.
En nú er ég að reyna að fara að byrja að læra, það er svo mikið að gera hjá mér, og ég reyni að fresta því einsog ég get, sem er ekki gott.
Svo var ég aðeins að syngja á Víkurhátíð. Og það gekk bara nokkuð vel, var bara ekkert stressuð og fékk meira að segja þörf til að hreyfa mig ( þó svo að ég hafi ekki gert mikið af því)
Núna er Mundi að fljúga til Vestmannaeyja að sækja einhvern dópista, en hann fær víst ágætlega borgað fyrir það, þannig að þetta er allt í lagi.

sunnudagur, september 7

*** ONLY THE GOOD DIE YOUNG***

miðvikudagur, september 3

Ég tók þá ákvörðun að fara ekki á kóræfingu, horfði frekar á Gilmor girls í tívíinu.

þriðjudagur, september 2

Stóra spurningin er: Á ég að fara í kórinn í tónlistarskólanum eða ekki. Fyrsta æfing byrjar eftir 2 klukkutíma og eiginlega nenni ég ekki,. Ég hef alveg nógu mikið að gera þó svo ég fari ekki í þennan kór líka. Það gæti líka orðið til þess að ég yrði að minnka áhorf mitt á Leiðarljós!!!!! Það er nú ekki hægt.
Daníel er að gera mig kreisí, hann þolir ekki að ég horfi á Leiðarljós, það er nánast hægt að segja að hann öskri allan tíman meðan Leiðarljós er. Og nú er hann að troða geisladisk í vídeotækið..
Hvers á ég að gjalda??