þriðjudagur, júní 24

Það eru víst bara allir að fara að gifta sig,
nema ég. En verið óhrædd,.. það kemur að því
einhvertíman eftir svona 5-10 ár og þá verður sko fyllerí.
Það verður sko engin mjólk á boðstólnum í mínu brúðkaupi...

Ég fór í keilu í dag, og það sem var svo skemmtilegt við það,
er að ég fékk borgað fyrir það.


Ókey ágæta fólk,
nú er að koma að því......
það styttist í það.....
Hinn eini og sanni MUNDI
mun troða upp á Gunnu Kaffi á laugardagskvöldið næstkomandi.

Og ef ykkur langar að sjá hann í aksjon.
ÞÁ verður hann og hanns "ágæta" hljómsveit CHERNOBYL
á Vídalín (veit ekki hvernig þetta er skrifað) á föstudagskvöldið.

mánudagur, júní 23

A-HA það eru fleiri en ég sem horfa á Leiðarljós

sunnudagur, júní 22

þá er maður búin að fara aftur í sund, en ekki út að hlaupa.
Keyptum í gær stígvél á drenginn, þegar heim var komið fékk hann
að vera í stígvélunum og pollabuxunum, og brjálaðist þegar hann var tekinn úr þessu.
Fórum svo í mat til pabba hans Munda í gær, þar voru svið á boðstólnum..

laugardagur, júní 21

************* NÝR DAGUR *************

Jæja þá er maður búin að fara út að hlaupa
og fara í sund. Daníel finnst svo gaman í sundi.
Og hann elskar að fara í rennibrautina.

föstudagur, júní 20

Senn líður að þessu ættarmóti okkar, og jájá.
Leiðarljós er svo spennandi, þátturinn endaði á byssuskoti, hver verður fyrir kúlunni.......???
Spennan eykst.. Fylgist með næsta mánudag...
Ég er orðin óð í að breyta síðunni.

miðvikudagur, júní 18

Jæja þá er þessi vinnudagur búinn, ég sem var að monnta mig
við Unni að þetta væri svo þægileg vinna. Bara að púsla, fara í sund, í göngutúra
út að róla og eitthvað í þessum dúr. En nei!! ég er öll marin á handleggnum
vegna þess að einn drengurinn var alltaf að skalla á mér hendina, ekki beint þægilegt.

þriðjudagur, júní 17

er að reyna að breyta
andskotinn, skotinn af anda
ok
k er góð
fyrir káta krakka
bara að prufa
))))) Góðan dag (((((

Hér er komin ný síða, það kemur vonandi
eitthvað meira efni inn á hana í framtíðinni.



ég fór inn á þess frábæru síðu og náði mér í svona sætt hjarta.

föstudagur, júní 13

Nú er sko aldeilis æðislegur dagur.
Ég fékk inngöngu í Kennaraháskólann,
og til að fagna því þá fórum við Mundi
út að borða. Skruppum á Galbi og fengum okkur
indverskan mat.
Og í eftirmat fengum við okkur MCdonalds ís.

mánudagur, júní 9

Loksins kemst ég inn á þetta drasl!!
Það er sko margt búið að gerst hjá mér síðustu daga.
Tildæmis er ég komin með ný gleraugu.
Ég hef ekkert getað gert neitt
um helgina þar sem ég er búin að vera veik.
Ég ætlaði út að skemmta mér á laugardagskvöldið, en
nei!! þá var ég orðin veik.

Svo byrjar fyrsti alvöru vinnudagurinn hjá mér á morgun.
Þetta verður mjög spennandi vinna, getur verið soldið
varasöm, sumir eiga það til að ráðast á starfsmennina..

Já svo eitt enn.....
Ég og minn maður og barn erum á leið norður um næstu helgi
og hann ætlar víst að fara að spila á gítar á barnum á
laugardagskvöldið,,,,,,, það verður spennandi að sjá
og heyra.

En annars bara bless í bili.

mánudagur, júní 2

Ég sem hélt að Brynja væri dauð!!!!
Ég hef ekkert kíkt á bloggið hennar í örugglega
mánuð svo var ég að skoða það núna
og viti menn hún er búin að skrifa þar.
Ekki bara smá, heldur alveg heilmikið.
Og nún verð ég að hætta, þar sem ég neiðist
til að sinna barninu.

Ég sem ætlaði að tileinka Þresti frænda
hérna nokkrar línur um uppáhalds sjónvarpsefnið
hans.....LEIÐARLJÓS
ég get svosem skrifað smá fyrst þið endilega viljið.
Sko.... hún Elaine er búin að komast að því að hún
er ólétt og þá mun hún hætta við að fara frá Alan- Michael,
sem er ekki gott því að eins og allir vita sem eitthvað hafa fylgst
með LEIÐARLJÓSI þá eiga Elaine og Frank að vera saman.