Já sko núna erum við á Skeiðflöt hjá mömmu hans Munda.
Og á eftir erum við að fara í Garðsauka til hans Loga, sem er vinur hans Mundi, og þar á að vera lítið heima-þorrablót.
Þar sem að ég er svo GÓÐ, þá keypti ég mér hamborgara svo að þau hin gætu borðað meira af þessum Gómsæta mat sem verður á boðstólnum....
Og svo ætlum við náttúrulega að drekka bjór með matnum og Já meðan ég man svo skal ég láta ykkur vita hvort að hann Mundi minn gefi mér einhverja gjöf á morgun ( sem er vissara fyrir hann að gera) því eins og allir vita þá er konudagurinn á morgun.
Og það ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að kaupa eitthvað því að hann er ennþá með jólagjafalistann minn í vasanum á úlpunni og þar eru ennþá nokkrir hlutir sem hann gaf mér ekki í jólagjöf, sem að væru alveg tilvaldir sem konudagsgjöf.