sunnudagur, nóvember 25

gamlir karlar og ungar fallegar konur

Loksins kom blogg-andinn yfir mig aftur.

Ég var að velta einu fyrir mér um daginn og svo aftur núna í morgun. Ég er búin að fatta af hverju gamlir kallar eru með ungum fallegum konum. Yfirleitt eru þessir gömlu kallar fyrrverandi drykkjumenn, eða hafa verið í svolítið miklu rugli á sínum yngri árum og þessir menn eru semsagt nokkrum árum á eftir sínum jafnöldrum í þroska. Og þetta leiðir síðan til þess að þeir finna sér mikið yngri konur.
Að sama skapi hýtur þetta þá líka að gilda um konur, ef þær fá sér mikið yngri menn þá hafa þær samkvæmt kenningu minni, verið í miklu rugli á sínum yngri árum. Ég þekki tvær stúlkur nokkuð vel, sem eiga yngri menn og samkvæmt þessu þá hafa þær verið í rugli og drykkju, hummmmm veit ekki alveg en!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim