fimmtudagur, janúar 1

Váá það er svo langt síðan að ég bloggaði seinast að ég mundi ekki passvordið.
En annars erum við komin í Hafnarfjörðinn og við fórum ekki á áramótaball, því við erum svo léleg, en ef það hefði einhver komið til okkar og sagt: JÆJa nú fara allir á ball, þá hefðum við örugglega farið, en það kom enginn, þannig að við fórum bara að sofa. ég sé svosem ekkert eftir því núna í dag.

En! ég er alltaf að bíða eftir að fá einhverjar einkunnir, en þær eru bara ekkert á leiðinni, og mig er alltaf að dreyma að ég sé bara fallin í nær öllu, í síðasta draum hjá mér var hæsta einkunnin 5,6 og þær lægstu 2,1. Mér er eiginlega hætt að lítast á þetta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim