þriðjudagur, desember 9

::: SKEMMTILEG TILVILJUN :::

ég settist niður í gær og kláraði loksins þetta blessaða lag sem ég þurfti að semja fyrir tónfræðina. Svo fór ég í tíma í tónheyrn í dag, og meðal annars þá skilaði ég laginu mínu, og mér til mikillar gleði og ánægju þá var einhver strákur í tímanum í dag og hann er verri en ég í tónheyrn----mikklu verri. hehehe ég hélt það væri enginn verri en ég.
En núna áðan fór ég inn á spámaður.is og valdið að skoða stjörnuspána fyrir daginn í dag og hún er svo hljóðandi:

Tvíburarnir (21.maí - 21.júní)
Leitaðu jafnvægis. Þú býrð yfir miklum hæfileikum þegar kemur að tónlist þó þú kunnir ekki á hljóðfæri þá hefur þú gott tóneyra og næmi fyrir hljómfalli. Þú leggur gleði og eldmóð í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Dagurinn í dag leiðir til þess að skilningur þinn vex og orka þín sömuleiðis.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim