fimmtudagur, nóvember 6

::: VILTU VINNA MILLJÓN :::

Það var hringt í mig í dag og ég spurð hvort ég hafi hringt í viltu vinna milljón og ég svaraði "já" og þá fékk ég eina spurningu sem ég varð að svara innan 20 sek. sem var svo hljóðandi: Hvað eru margar kílókaloríur í nýmjólk? eftir ca 15 sek. umhugsun svaraði ég "62". þá sagði konan að ef ég hefði komist nógu nálægt svarinu þá myndi hún hringja aftur.
Og viti menn hún hringdi aftur. Og hún spurði mig fullt af spurningum og svo kom aðalspurningin, ef ég kæmist nógu nálagt svarinu þá kæmist ég í Þáttinn. Spurningin var eitthvað á þessa leið: Hvað verður Kárahnjúka stíflan há þegar hún verður tilbúin? hvernig í andskotanum á mar að vita þetta!!!!!!!!!!!!! ég svaraði 20 metrar.

veit einhver hvert rétta svarið er????? eða hvað það eru margar kaloríur í nýmjólk, ég á enga nýmjólk...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim