fimmtudagur, maí 22

=JÆJÆJÆJÆa=

Ég er að leita mér að nýjum gleraugum þessa dagana,
og það gengur bara ekkert, það er svo erfitt að finna einhver
sem manni líkar við. Mínum elskulega syni tókst
að stíga ofan á gleraugun mín þannig að þau brotnuðu,
og það er ekki hægt að laga þau.
Ætli maður neiðist ekki til að hitta Brönn og Hrynju á morgun. :)
Þær eru víst að koma í Reykjavíkina og ætla að kíkja í Húsdýragarðinn
og drekka mjólk..... þær ætla ekki að gera neitt annað ---jeræt.

Palli er búinn að vera mjög óþekkur þannig að hann fær ekkert að fljúga!

Núna eru 75 mínútur þangað til Leiðarljós byrjar.
Og það er BOX um þarnæstu helgi sem mig langar geðveikt á,
Ísland - Írland.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim