mánudagur, febrúar 9

Bakstur

Jæja, ég ákvað að fara að baka einhverskonar osta brauð bollur og í það notar maður ger, nánar tiltekið 50 grömm af ger.
Það var ekki til svona blautur ger einsog á að nota þannig að ég hellti bara 50 grömmum af þurrger útí . svo þegar það var búið þá fór ég nú aðeins að hugsa; hey! á maður ekki að nota helmingi minna af þurrger. En allavega, svo fór deigið að hefast og hefast og hefast og enn meira hefast, ég gat horft á það stækka, þannig að mín hringir í mömmu, og jújú, það á að nota minna af þurrgeri heldur en þessum blauta ger, þannig að ég verð bara að henda nær öllu deiginu, því það er svo óhollt að borða mikinn ger, en ég ætla samt að prufa að baka nokkrar bollur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim