föstudagur, apríl 20

Brúðkaup

Þá eru Brynja og Guðjón orðin hjón. Þetta var bara hið fínasta brúðkaup, tónlistin alveg hreint afbragð, sérstaklega sálmarnir... En allavega, þarna voru góðar kökur, flottar skreitingar, og já svo ekki sé minnst á brúðarvöndinn sem lennti óvænt í mínum höndum. Svo erum við vinkonurnar svo heppnar að þegar Hrönn mun gifta sig þá þurfum við ekki að búa til nýtt gæsunarmyndband, það er bara hægt að nota það sem við gerðum fyrir Brynju :D
Svo var ég að videóa svolítið á digital cameruna hennar Brynju, og það vill svo skemmtilega til að það er spóla í henni, svona digital cassette, eða eins og sumir kalla það: stóran minniskubb, vegna þess að þetta er ekki spóla......hummmmm... :)

og það eru komnar myndir úr giftingunni í albúmið hér til hliðar. Ég tók þessar myndir á digital cameruna mína og það vill svo skemmtilega til að það er minniskort í vélinni. En nóg um það, það eru ekki góðar myndir sem koma úr vélinni, örugglega eitthvað stillingaratriði, sem ég kann ekkert á.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim