föstudagur, janúar 14

Bjartsýni ársins

Hann Guðmundur Helgason var í bjartsýniskasti Ársins í gær. Við vorum að æfa "love me do" og þar tek ég nokkra munnhörpu tóna, en eitthvað var þetta ekki alveg að ganga. Þannig að hann kom með uppástungu : (Ég vil taka það fram að það sem hér fer á eftir er ekkert grín ) honum datt það í alvörunni í hug að láta mig spila á gítarinn svo að hann gæti tekið munnhörpuna. Ég náttúrulega bara gapti og spurði hvort það væri ekki í lagi með hann......
En hann reyndi að telja mér trú um að þetta væri ekkert mál, þetta væru bara 3 hljómar c, d og g ( einsog að það breyti einhverju fyrir mig ) og svo reyndi ég, og auðvitað einsog ég vissi þá reyndist þetta alltof flókið fyrir minn litla heila.
Þannig að ef þið mætið á laugardagskvöldið niður í félagsheimili þá getið þið séð og heyrt mig klúðra einu lagi. :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim