miðvikudagur, apríl 28

Þá er það komið á hreint, ég tek söngprófið á mánudaginn sem þýðir það að ég fer norður á laugardaginn og kem aftur í bæinn á sunnudaginn :( En ég er rosalega gáfuð!!!!! ég fór á bókasafnið í dag og var þar inni í svona 15 mín, svo þegar ég kem út þá sé ég það að bílstjórahurðin er bara alveg galopin, hjartað tók kipp og gegnum huga minn þaut: "ó nei, það er einhver búin að brjótast inn í bílinn, ég hefði átt að læsa honum". En nei, þá mundi ég það að ég hafði bara allsekkert lokað hurðinni þegar ég fór út úr bílnum...........
fræga fólkið er byrjað að skoða íbúðina okkar :) :) Íris í Buttercup kom í dag að skoða hana, hún er pínulítil og feimin.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim