miðvikudagur, október 22

"T"

Það hafa heyrst raddir um að ég segi asnalegt "T" og það er barasta ekki rétt.
Þetta einelti byrjaði þegar ég var 16 ára, þá fór ég að umgangast Hrönn soldið mikið.
Hún gerði mikið grín að því hvernig ég bæri fram "t"
Ég var rétt búin að ná mér uppúr áralangri sjálfsóánægju með það hvernig ég talaði (hafði varla þorað að mæla eitt orð, af hræðslu við að vera útskúfuð úr samfélaginu). Og ég hélt að öllu einelti væri lokið og ég gæti farið að lifa eðlilegu lífi í faðmi fjöldkyldu minnar.
En NEI þá kom hörð gagnrýni úr hörðustu átt. MInn heittelskaði Mundi fór að benda mér á að ég segði asnalegt "t" og þetta var bara rétt byrjunin. Í gær í skólanum fór kennarinn að tala um það að sumt fólk væri farið að bera "t" asnalega fram, og tók þar sem dæmi, Stefán Hilmarsson.
Ég hélt að allir dagar mínir væru taldir.En ég hef ákveðið að berjast gegn þessum gagnrýnisröddum. Ég ætla byrja á því að hunsa Hrönn í einu og öllu og finna mér nýjan mann...


og hanan nú.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim