þriðjudagur, mars 4

Hæ. Ég var að koma úr bíói, fór með Boggu. Og við sáum einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir, en allavega leika Sandra Bullock og Huges Grant (eins og hún Unnur myndi segja). Þetta er alveg helv... góð mynd, mjög skemmtileg og fyndin.. Áðan var svona flugvélafundur hjá Munda og ég var búin að baka tvær daim kökur og hann átti að láta strákana borða aðra þeirra, en hann gerði það ekki , þannig að ég verð að borða báðar kökurnar.
Ég horfði ekkert á leiðarljós í dag, ég er meira að segja ekki búin að horfa neitt á tv í dag.
Hannes bróðir á afmæli í dag, til hamingju með afmælið :)
Ég verð að vera mjó, en áður en ég geri það, þá ætla ég að klára kökurnar.
Það er enginn á msninu. jájaá trallala.
Ég er að læra víetnömsku, það eru 3 víetnamar að vinna með mér. ég kan að segja: reykur, gluggi, nei ,já.
Ég á mér ekkert líf, jú reyndar, ég afrekaði það að fara í ljós í dag, þar sem að ég á ljósakort sem að hann Mundi darling gaf mér, eftir að ég hafði bent honum á hvað það væri sniðug gjöf handa mér. Já og aðeins nánar þetta með ljósin, ég er brennd, og þá aðallega á enninu og augnlokunum,, frábært.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim