sunnudagur, mars 9

Góða kvöldið..
jamm Þið segið það. Senn líður að söngvarakeppni og allt í besta lagi með það nema, að ég hef mestar áhyggjur í hverju ég á að vera. Það er stærsti höfuðverkurinn þessa dagana
Við keyptum bolta handa Daníel í dag og það fannst honum alveg meiriháttar, en reyndar held ég að hann sé búin að fá leið á honum núna.
Ég elska Leiðarljós, þetta er svo spennandi.
Ég keypti mér tvenna ljóta eyrnalokka í dag. Ég sá ógeðslega flott pils í NOA NOA í dag sem mig langar að klæðast í keppninni.
Það er alveg ótrúlegt með hann Guðmund Helgason, hann er sínöldrandi. Á hverju einasta kvöldi segir hann: Ég skal bara láta mjólkina inn í ískáp elskan mín. Hann þarf alls ekki að láta mig vita þó svo að hann setji mjólkina (sem ég tók útúr ísskápnum) inn í ísskáp........
jæja nú verð ég að fara að horfa á tvíið, ég sem ætlaði að klára að taka til.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim