miðvikudagur, febrúar 26

Halló allir saman. Í dag horfði ég ekki á abflexið né handlóðin eeennn ég horfði hinsvegar á Leiðarljós og svona aðeins fyrir þá sem að misstu af þættinum að þá ætlar hún Vanessa loksins að segja Billy, syni sínum, að hún og Fletcher eru par og að hún og pabbi hans Billy´s ætla ekki að byrja saman aftur. En ég held að þau eigi eftir að byrja saman aftur.
Núna þessa dagana er ég svo mikið á netinu að ég nenni ekki að taka til.
Hafdís, ef þú lest þetta, þá ert þú formlega boðin í heimsókn.
Við Mundi erum að spá í að fara í bíó á föstudagskvöldið að sjá The Ring, það er hrollvekja, ég elska hrollvekjur, fyrir utan að næstu daga á eftir er ég svo myrkfælin.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim