mánudagur, febrúar 24

ég er að gera tilraun til að halda þessu heimili hreinu en það gengur hálf erfiðlega, ég þyrfti að fara í kennslu til hennar Hafdísar Ólafs. það er alltaf allt gljáandi hjá henni. Það er svona frekar matt hjá mér.
Já eins og kannski sumir hafa áttað sig á, þá fékk ég enga gjöf í gær, en minn maður er að reyna að bæta fyrir það. Ég fékk súkkulaði í dag, einsog að ég hafi einhverja þörf fyrir það, en sumir eru greinilega alveg blindaðir af ást. Ég reyndi að troða súkkulaðinu í Unni, en þótt ótrúlegt sé, þá gekk það hálf illa.
Ég heimtaði (bað ósköp fallega) um blóm þegar sumir væru búnir á æfingu í kvöld.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim